Kínverskur glæpaforingi og eiginkona hans voru skotin til bana fyrir utan heimili sitt í austurhluta Rómar í morgun. Aðkom
Zhang Dayong, 53 ára – betur þekktur sem „Asheng“ – og kona hans Gong Xiaoqing, 38 ára, voru á reiðhjólum á leið heim þegar tveir mótorhjólamenn nálguðust þau og hófu skothríð að sögn ítalskra fjölmiðla. Að minnsta kosti sex skotum var hleypt af og hæfðu þau öll höfuð fórnarlambanna.
Talið er að morðin tengist valdabaráttu kínverskra glæpasamtaka í Evrópu – svokölluðum „Herðatrjáastríðum“ – þar sem barist er um yfirráð á markaði fyrir flutninga og dreifingu á tískuvöru sem framleidd er af kínverskum verksmiðjum í Evrópu.
Zhang var sagður nátengdur kínversk-ítalska mafíuforingjanum Naizhong Zhang, sem nú bíður í ákæru í Flórens fyrir að stýra umfangsmikilli glæpastarfsemi í fjórumlöndum: Ítalíu, Frakkland, Þýskaland og Spán. Dayong átti að hafa stjórnað ólöglegum fjárhættuspilum, lánastarfsemi og hrottalegum innheimtuaðgerðum í höfuðborginni Róm.
Hann var lykilpersóna í lögreglurannsókn árið 2018, sem ljóstraði upp um starfsemi kínverskra smyglhringa í borginni Prato nærri Flórens. Í rannsókninni kom fram að Dayong hefði beitt ofbeldi og hótunum til að ná yfirráðum yfir dreifikerfi kínverskra verslana um alla Evrópu – þar á meðal í París og Madrid.
Morðið á Zhang og Gong er, eins og áður segir, talið tengjast þessari vaxandi valdabaráttu sem hefur blossað upp innan kínversku glæpasamtakanna og teygir nú anga sína víða um álfuna.