Maðurinn sem lést eftir að atvik átti sér stað á heimili hans í Garðabæ síðastliðinn föstudag hét Hans Roland Löf.
Hans var fæddur 1945 og starfaði lengi sem tannsmiður.
Það er mbl.is sem greindi fyrst frá.
Margrét Halla Hansdóttir Löf, dóttir Hans sem er fædd 1997, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. maí næstkomandi grunuð um að hafa átt þátt í dauða föður síns. Margrét bjó ásamt föður sínum og móður á heimilinu en móðir hennar var flutt á sjúkrahús eftir atvikið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins og segir það flókið og viðkvæmt.
Samkvæmt heimildum DV var sambandið á milli foreldra og dóttur stormasamt.
Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína