fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 17:00

Heilbrigðisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest synjun embættis landlæknis á umsókn konu um sérfræðileyfi á sviði félagsráðgjafar. Konan, sem lokið hefur framhaldsnámi í verkefnastjórnun og starfað sem félagsráðgjafi í rúmlega aldarfjórðung, vildi meina að námið væri það sambærilegt við framhaldsnám í félagsráðgjöf að hægt væri að meta þessar námsleiðir til jafns og því hefði átt að veita henni sérfræðileyfið þótt hún hefði ekki lokið síðarnefnda náminu.

Í úrskurði ráðuneytisins er sérstaklega tekið fram að málið hafi verið unnið af starfsmönnum þess í umboði setts heilbrigðisráðherra í öllum málum sem varða fyrri störf Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem landlæknis en Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra er settur heilbrigðisráðherra í slíkum tilfellum.

Konan sótti upphaflega um sérfræðileyfið til landlæknis 2023. Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands mælti með því að konunni yrði veitt leyfið þar sem deildin teldi hana hafa lokið skilgreindu viðbótarnámi á sérfræðisviðinu .

Umsókninni var hins vegar synjað af embætti landlæknis í ágúst 2024 á þeim grundvelli að framhaldsnám konunnar í verkefnastjórnun gæti ekki fallið innan skilgreinds sérsviðs félagsráðgjafar.

Konan kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins á þeim grundvelli að nám hennar í verkefnastjórnun væri sambærilegt og framhaldsnám í félagsráðgjöf á því sérsviði sem hún sótti um sérfræðileyfi fyrir, nánar til tekið félagsþjónustu. Benti konan á að námið í verkefnastjórnun hefði hún stundað samhliða starfi sínu sem félagsráðgjafi og ætlunin hafi verið að nýta námið til að innleiða samþætta þjónustu á markvissan hátt við áframhaldandi vinnu innan velferðar- og félagsþjónustu.

Skýrt

Embætti landlæknis byggði synjun sína á því að ákvæði reglugerðar um menntun, skyldur og réttindi félagsráðgjafa væru skýr. Umsækjandi um sérfræðileyfi á sviði félagsráðgjafar skuli hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem skilgreint sé innan þess sérsviðs sem umsóknin taki til. Þótt nám í verkefnastjórnun geti nýst við félagsráðgjöf geti það ekki fallið undir sérsvið innan félagsráðgjafar. Enn fremur kveði reglugerðin á um að eftir að tilskildum prófum sé lokið verði umsækjandi að hafa starfað í tvö ár við það sérsvið sem umsóknin taki til.

Konan benti í viðbótarathugasemdum meðal annars á umsögn félagsráðgjafadeildar háskólans og á það að embætti landlæknis hefði áður veitt sérfræðileyfi vegna meistaranáms sem tengdist ekki félagsráðgjöf.

Heilbrigðisráðuneytið vitnar í sinni niðurstöðu í lýsingu á náminu í verkefnastjórnun sem konan hefur lokið. Segir ráðuneytið að af lýsingunni megi ráða að námið sé hugsað til þess að kenna ákveðnar aðferðir eða leiðbeiningar við verkefnastjórnun í hverju sem nemandi tekur sér fyrir hendur að námi loknu. Námið sé því ekki sniðið að tiltekinni starfsstétt eða sviði heldur stjórnun verkefna almennt.

Ráðuneytið telur umrætt nám því ekki sambærilegt meistaraprófi í félagsráðgjöf eða sambærilegt framhaldsnámi á sviði félagsráðgjafar enda sé í náminu í verkefnastjórnun ekki stefnt að því að dýpka þekkingu og/eða skilning á félagsráðgjöf sérstaklega með neinum hætti. Þar sem námið miði ekki sérstaklega að félagsráðgjöf eða að því að dýpka skilning nemenda á félagsráðgjöf eða nátengdum sviðum félagsráðgjafar sérstaklega sé það niðurstaða ráðuneytisins að konan uppfylli ekki skilyrði áðurnefndrar reglugerðar. Hún uppfylli af þeim sökum ekki skilyrði fyrir veitingu sérfræðileyfis á sérsviði félagsráðgjafar og var því ákvörðun embættis landlæknis um synjun umsóknar hennar staðfest.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi