fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 14:00

Kristín segir færslu Kristjáns til ævarandi skammar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Magnea Sigurjónsdóttir, blaðamaður héraðsmiðilsins Trölla í Fjallabyggð, sakar Kristján L. Möller, fyrrverandi þingmann og ráðherra Samfylkingar, um stafrænt ofbeldi. Kristján hefur meðal annars kallað hana „blaðurskjóðu“ á samfélagsmiðlum.

„Þótt lífið leiki við mig er mér engin hlátur í huga þegar ég birti þessa færslu hér á facebook,“ segir Kristín í færslu á téðum miðli í gær, sunnudag. „Ég tel mig knúna til þess eftir að hafa borist ótal póstar, einkaskilaboð og símhringingar sem eru öll á sömu leið – það er verið að benda mér á rætin og einstaklega hatursfull ummæli frá nágranna mínum, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, sem er jafnframt á A-lista jafnaðarfólks og óháðra í Fjallabyggð.“

Tekin af vinalista

Sá maður er Kristján L. Möller, sem sat á þingi árin 1999 til 2016 og gegndi meðal annars embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um tíma.

„Það fer ekki á milli mála að þessi ummæli teljast til alvarlegs stafræns ofbeldis frá manni, sem hefur verið að angra mig frá því í janúar vegna skoðana minna á Samkaupsmálinu svokallaða,“ segir Kristín.

Málið snýst um staðsetningu verslunarinnar Samkaupa, hvort hún eigi að vera í verslunarkjarna í hjarta Siglufjarðar eða ekki. Kristín er mótfallinn þeirri staðsetningu og vill hafa verslunina á „aðgengilegri lóð“ eins og við Leirutanga.

„Hef ég ekki svarað færslum frá honum né einkapósti frá 5. janúar. Síðan fór að bera á færslum með hans orðfæri í nafni eiginkonunnar, tók ég hana þá af mínum vinalista fyrir um mánuði síðan og þennan aðila í síðustu viku. Í kjölfarið birtist umrædd opin færsla á hans facebook síðu, sem er honum til ævarandi skammar,“ segir Kristín.

Hvolpasveit

Í umræddri færslu Kristjáns, fyrir tæpri viku síðan, lætur hann gamminn geisa gegn Kristínu, miðlinum Trölla og öðrum „neikvæðum öflum.“

„Jæja jæja þá er komin niðurstaða og hin neikvæðu öfl með Trölla les Hvolpasveitin- og blaðurskjóðu þess miðils geta fagnað, eins og Trölli og Kristín gera,“ segir Kristján. „Trölli og blaðurskjóða þess hafa ekki stundað heiðarlega umræðu eða umfjöllun, heldur blandað og sullað saman, hennar skoðunum og Hvolpasveitarinnar, m.a. kallað hugsanlega nýbyggingu Samkaupa að nýrri og nútímalegri matvöruverslun á Siglufirði því virðulega nafni að hennar mati – KÚK.“

Hin neikvæðu öfl séu þeir sem lögðust hart gegn þessari hugsanlegu staðsetningu Samkaupa en hafi ekki lagt neinar „raunhæfar og nothæfar“ tillögur fram í staðinn.

„Tek skýrt fram að allir hafa rétt á að tjá skoðanir sínar og rökræða mál og málefni, en best er að það sé gert á yfirvegaðan hátt og af ábyrgð, ekki gífuryrðum og skítkasti, eins og lesa hefur mátt í skrifum á http://xn--trlla-kua.is/ og hennar nettröllum, sem ég kýs að kalla Hvolpasveitina,“ segir Kristján.

Kristján segist vera í þeirri bjargföstu trú að ný og glæsileg matvöruverslun í bænum þurfi að vera í miðbæjarkjarnanum til að halda lífi í honum og tryggja gott mannlíf.

„ES. ætlaði að Tagga umrædda blaðurskjóðu http://xn--trlla-kua.is/ – Kristínu Magneu Sigurjónsdóttur á þetta – enda hún leiðandi í neikvæðri umræðu málsins, en hún hefur hent mér út af sinni Fésbók í gærkveldi, eins og hún gerir við alla sem gagnrýna skrif hennar eða spyrja erfiðra og eðlilegra spurninga. Frekar lítil mús, og léleg blaðamennska, svo ég noti nú hið virðulega nafn, sem auðvitað á ekki við,“ segir hann að lokum í færslunni.

Vegið að fjölmiðlafrelsi

Kristín segir eitt að beina „þessu ofbeldi“ gagnvart henni en annað að beina spjótum sínum gagnvart fréttamiðlinum Trölla. Þá sé vegið að fjölmiðlafrelsi.

„Við erum öll mismunandi tölvu- og tæknilæs, en því miður virðist þessi aðili ekki geta greint á milli persónulegra skrifa á minni prívat facebook síðu og hlutlausra frétta Trölla, þar sem hvergi er hægt að finna fréttaflutning af því tagi sem hann íjar að,“ segir Kristín. „Ég veit ekki hvað nágranni minn af Laugarveginum hefur lesið út úr færslum mínum, en þetta er það íbúalýðræði sem ég mælti með. Einnig hef ég spurt spurninga, tjáð mig um stjórnsýsluna og framgöngu föður formanns bæjarráðs og starfsmanns Samkaupa gagnvart mér. Allt sem ég hef tjáð mig um Samkaupsbygginguna er í opnum færslum á facebook, sjá má umsögn mína í skipulagsgátt. Trölli birti einnig allar umsagnir, alls 32 um málið á fréttavefnum.“

Segir Kristín að við öll höfum rétt á okkar skoðunum og það sé alvarlegt mál þegar samfélag eins og Siglufjörður geti ekki rætt bæjarpólitík vegna „frændskapar, fjölskyldutengsla, ónæðis, eineltis, eða hættu á rætnu stafrænu ofbeldi aðila sem er á lista í meirihluta Fjallabyggðar.“

„Ég mun aldrei láta hagsmuni, ofbeldi, rætna og hatursfulla einstaklinga, hefnigjarna einstaklinga, símhringingar, fjárhagslegt tap, fjárhagslegan ávinning né annað stöðva réttlætiskennd mína til að tjá mig,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans