fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 15:00

Slysið hræðilega á fimmtudag. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir feðgar voru í þyrlunni sem féll í Hudson ánna skömmu áður en slysið voðalega skeði. Sex manns létust í slysinu, fimm manna fjölskylda og flugumaðurinn.

Blaðið New York Times greinir frá þessu.

Rafn Herlufsson og 14 ára sonur hans voru í þyrlunni sem síðar um daginn brotlenti í Hudson ánni í New York á fimmtudag, 10. apríl. Um var að ræða þyrlu af gerðinni Bell 206L-4 Long Ranger IV sem var notuð til útsýnisflugs yfir borgina. Þyrlan splundraðist í sundur í loftinu eftir um 15 mínútna flug með flugmann og fimm manna fjölskyldu innan borðs og enginn komst lífs af.

Feðgarnir voru á ferðalagi um borgina í tilefni af því að sonurinn hafði fermst. Á þriðjudag fóru þeir á körfuboltaleik með atvinnumannaliðunum New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden og á fimmtudag í útsýnisflug um borgina.

Fengu þeir úthlutaðan tíma frá þyrlufyrirtækinu New York Helicopter og var tekin mynd af þeim fyrir flugið. En eins og fram hefur komið í fréttum hefur fyrirtækið verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa mynd af fjölskyldunni sem fórst í slysinu inni á vefsíðu þess í nokkra klukkutíma eftir slysið.

Skilaboðum fór að rigna inn

Þyrlan flaug mjög ört, allt að 18 ferðir á dag. Stundum voru ekki nema 3 mínútur á milli ferða. Rétt tími til þess að taka mynd og fara yfir öryggisleiðbeiningar.

„Við vorum með þétta dagskrá af New York hlutum til þess að gera í ferðinni,“ sagði Rafn við New York Times á fimmtudag. Hann hafði einu sinni áður flogið útsýnisflug með þyrlufyrirtækinu yfir New York en sonurinn var að fara í fyrsta skiptið. Flogið var yfir Frelsisstyttuna, One World Trade Center og fleiri kennileiti „stóra eplisins.“ „Ég elska þessa borg,“ sagði Rafn.

Nokkrum klukkutímum eftir slysið byrjuðu skilaboðum að rigna inn í símann hans. Þá áttaði hann sig á því að hann hafi verið í sömu þyrlu og hafnaði í ánni.

Fékk mikið á soninn

Fékk þetta sérstaklega mikið á son Rafns. „Það er erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann,“ sagði Rafn.

Feðgarnir flugu heim á föstudag og Rafn vonaðist til þess að geta endað ferðina á jákvæðum nótum.

„Við eigum einn dag eftir í New York og ég er virkilega að reyna að láta þetta ekki yfirtaka þessa einstöku ferð okkar,“ sagði Rafn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans