fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Réðst á sextuga konu í stigagangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. apríl 2025 12:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni á fimmtugsaldri hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu fyrir líkamsárás og gripdeild. Ákært er vegna brots sem sagt er hafa verið framið þann 15. ágúst árið 2023, innandyra í stigahúsi í Vindási í Reykjavík. Er ákærði sagður hafa veist að konu sem þá var sextug, gripið um hana, kastað henni í stéttina fyrir utan stigahúsið, kastað símahulstri í hana og sparkað í vinstri úlnlið hennar. Konan hlaut rifbeinsbrot og mar víðsvegar um líkamann. Ákærði hrifsaði til sín farsíma konunnar og yfirgaf brotavettvanginn.

Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á rétt rúmlega tvær milljónir króna.

Ekki hefur tekist að birta ákærða ákæruna og er hún þess vegna birt í Lögbiritingablaðinu. Í fyrirkallinu segir:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing, við þingfestingu máls eða á síðari stigum þess, má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“