fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir milljarðamæringar hafa það gott

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 03:10

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sér vel um vini sína og leyfir þeim að stela auðlindum þjóðarinnar. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir milljarðamæringar hafa aldrei haft það eins gott og nú þegar staðan er mæld í peningum. Á síðasta ári fjölgaði milljarðamæringum í landinu, er þá miðað við dollaramilljarðamæringa, úr 125 í 146.

Þetta kemur fram í árlegri samantekt Forbes. Í samantektinni kemur einnig fram að auður milljarðamæringanna er nú meiri en hann var 2021 en það var metár hvað varðar auð rússneskra milljarðamæringa.

Meðal nýrra milljarðamæringa er hinn 52 ára Vikram Punia en auður hans er metinn á 2,1 milljarða dollara. Hann fæddist á Indlandi en settist að í Rússlandi eftir að hafa stundað nám þar og stofnaði lyfjafyrirtækið Pharmasyntez. Í árslok 2020 lét Pútín fyrirtækinu í té samning um að framleiða eftirlíkingu af bandaríska lyfinu Remdesivir, sem var notað gegn kórónuveirunni. Þetta var gert án leyfis frá bandaríska fyrirtækinu Gileas Sciences sem þróaði lyfið.

Forbes segir að þessi samningur skýri auðæfi Punias að stórum hluta. Fyrirtæki hans sér einnig rússneskum sjúkrahúsum fyrir 70% þeirra lyfja sem þau kaupa.

Hvað varðar tengsl Punia við rússnesku elítuna þá er eiginkona hans, sem er rússnesk, vinur Lyudmila Ocheretnaya, sem er fyrrum eiginkona Pútíns, en þær eru sagðar hafa stundað fasteignaviðskipti saman í Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy