fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 17:19

Ingólfur tapaði málinu. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, títt nefndur Ingó veðurguð, tapaði meiðyrðamáli gegn konu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þarf hann að greiða henni 1,2 milljónir króna í málskostnað.

Ingólfur höfðaði málið þann 22. febrúar árið 2024 vegna ummæla á Facebook-síðu Vísis þann 22. mars árið 2022. Það er í athugasemdum við frétt sem bar fyrirsögnina: „Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur.“

Athugasemd hjá Vísi

Ummælin sem konan lét falla voru eftirfarandi: „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ og voru viðbrögð við ummælum annars manns, „Áfram Ingó minn.“

Krafðist Ingó að konan myndi greiða honum 500 þúsund krónur í miskabætur en konan krafðist sýknu í málinu.

Kemur fram í málsatvikum málsins að nokkur umræða hafi verið um Ingólf á opinberum vettvangi áður en umrædd grein og frétt voru birtar. Meðal annars hafi verið hafðar uppi staðhæfingar um nauðganir og önnur kynferðisbrot sem og um kynferðislegt samneyti við unglingsstúlkur.

Haft var eftir nafngreindri konu í frétt Vísis þann 21. maí árið 2021 að „þjóðþekktur tónlistarmaður“ hefði nauðgað henni þegar hún var 17 ára. Í frétt Vísis 15. júlí sama ár kom fram að Ingólfur hefði krafði þá konu um miskabætur og opinbera afsökunarbeiðni vegna ummælanna þó hann hafi ekki verið nafngreindur.

Einnig þann 2. júlí árið 2021 hafi birst frétt hjá RÚV þar sem kemur fram að yfir 130 konur krefjist þess að Ingólfur spili ekki á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fullyrt er í fréttinni að það sé Ingólfur þó að konurnar hafi ekki nafngreint hann, heldur talað um „þjóðþekktan tónlistarmann.“

Fleiri dæmi eru tiltekin í málsatvikum.

Ærumeiðandi aðdróttanir

Ingólfur taldi ummæli konunnar ærumeiðandi aðdróttanir sem vörðuðu við hegningarlög. Krafðist hann þess að þau yrðu dæmd dauð og ómerk og henni gert að greiða honum skaðabætur vegna þeirra.

Hafi konan fullyrt að Ingólfur hefði nauðgað og beitt ungar konur ofbeldi. Það sé refsivert athæfi sem hann hafi ekki verið kærður fyrir.

Rúmist innan tjáningarfrelsis

Konan byggði sýknukröfu sína á að hún hafi mátt tjá sig á þennan máta í skjóli tjáningarfrelsis síns sem varið sé af stjórnarskrá, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Vísaði hún til þess að við dómaframkvæmd sé litið til sex viðmiða við takmörkun tjáningarfrelsis. Meðal annars þá meginreglu að ekki verði refsað fyrir sönn ummæli og hvort ummælin séu sögð í góðri trú. Einnig að ummælin hafi verið spurning.

Spurning

Eins og áður segir var konan sýknuð og Ingólfi gert að greiða henni málskostnað. Taldi dómari að framsetningin og samhengið væri slíkt að konan hafi ekki verið fortakslaust að gefa til kynna að Ingólfur hefði gerst sekur um nauðgun og ofbeldi.

Hans þátt í málinu verði einnig að skoða. „Stefnandi, sem er þjóðþekktur tónlistarmaður, hafði þannig sjálfur stigið fram opinberlega til að tjá sig um þær ásakanir sem hann hafði sætt. Með því stuðlaði stefnandi að frekari umræðum þær ásakanir, sem stefnda blandaði sér í með fyrrgreindum hætti,“ segir í niðurstöðu dómsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá