fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Vill sjá sameiningu Þingeyinga – Yrði lang stærsta sveitarfélag landsins

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 16:30

Örlygur var áður varaþingmaður Samfylkingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingar, leggur til að sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjarsveit verði sameinuð. Þar með yrði til stærsta sveitarfélag landsins.

„Ég tel að við Þingeyingar ættum að sameina Norðurþing og Þingeyjarsveit í eitt sveitarfélag sem yrði þar með Íslands stærsta sveitarfélag frá ysta enda Flateyjarskaga og nánast að heimskautsbaug og allt suður að Vatnajökli,“ segir Örlygur í færslu á samfélagsmiðlum.

Norðurþing varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Raufarhafnarhrepps, Öxarfjarðarhrepps og Kelduneshrepps.

Þingeyjarsveit varð til árið 2002 við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps. Árið 2008 bættist Aðaldælahreppur við og Skútustaðahreppur árið 2022. Við síðustu sameininguna tók Þingeyjarsveit við keflinu af Múlaþingi sem stærsta sveitarfélag landsins, og þekur það 12 prósent Íslands.

Örlygur segir að vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sé mikilvægt að styrkja byggð utan Reykjaness. Til að mynda í Þingeyjarsýslum.

„Hvergi á Íslandi og óvíða í heiminum væri annað eins safn náttúruundra og myndi þetta ásamt mikilli orku svæðisins efla og styrkja byggð utan Reykjaness og höfuðborgarsvæðisins sem nú er brýn þörf á vegna eldsumbrota sem geta staðið í hundruðir ára eins og var frá 950 til 1240,“ segir hann í færslunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi
Fréttir
Í gær

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“