fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Varist stofnar nýtt gagna- og gervigreindarteymi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 15:42

Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson hafa verið ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi hjá Varist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist hefur stofnað nýtt gagna- og gervigreindarteymi með ráðningu fjögurra sérfræðinga: Helga Skúla Friðrikssonar, Hrefnu Marín Gunnarsdóttur, Stefáns Más Kjartanssonar og Þorgeirs Eyfjörð Sigurðssonar. Þau munu starfa ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hefur verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins.

Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annars stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim, eins og segir í tilkynningu.

„Netöryggisárásum fjölgar dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verða árásirnar enn fleiri og alvarlegri. Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekktra vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur Th. Björnsson, framkvæmdastjóri Varist.

Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist.

Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum.

Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna.

Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“
Fréttir
Í gær

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“