fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 12:30

Túnið er illa farið. DV/BÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túnið við húsið Höfða við Borgartún í Reykjavík er enn þá illa skemmt eftir stórundarlegt slys sem varð þar í febrúar. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkur segir ekki hægt að fara í viðgerðir strax.

Þann 20. febrúar voru sagðar fréttir af því að stórri rútu hefði verið keyrt inn á túnið við Höfða. Eins og sást á ljósmyndum sem fylgdu spændist túnið upp og á endanum þurfti að draga rútuna burt.

Ásmundur Halldór Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins ME Travel sem á rútuna, sagði um mannleg mistök að ræða. Bílstjórinn hafi verið óreyndur og talið sig geta snúið rútunni við á túninu. Þar sökk hins vegar rútan ofan í svörðinn.

Ekki hægt að rukka strax

Tæpum tveimur mánuðum seinna er allt óbreytt á túninu og mörgum finnst hvumleitt að sjá svæðið svona illa farið.

Draga þurfti rútuna burt og eftir sátu djúp sár í grasinu. DV/BÞ

Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun hjá Reykjavíkurborg, segir að það sé ekki hægt að fara í viðgerðir á svæðinu fyrr en nær dregur sumri. Svæðið verði lagað en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir.

Aðspurð um kostnað segir hún hann heldur ekki liggja fyrir. Ekki sé því enn þá hægt að rukka fyrirtækið fyrir viðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi
Fréttir
Í gær

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“