fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið illa undirbúna og sýnt virðingarleysi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir á Facebook-síðu sinni frá fundi um mygluvandamál í ónefndum leikskóla í Reykjavíkurborg. Sólveig Anna segir einn af trúnaðarmönnum félagsins hafa verið viðstaddan fundinn og segi frá því að fulltrúar borgarinnar á fundinum hafi virst vera illa undirbúnir og þar að auki sýnt foreldrum af erlendum uppruna, sem voru á fundinum, virðingarleysi.

Sólveig Anna segir fundinn hafa verið haldinn í gær. Á honum hafi verið stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk hafi spurt ýmissa spurninga og almennt hafi upplifunin verið sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.

Þegar kom að því að fundargestir sem lítil tök hafa á íslensku fóru að spyrja á spurninga á ensku hafi fulltrúar borgarinnar brugðist illa við:

„Sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“

Virðing

Trúnaðarmaður Eflingar á leikskólanum lýsti atburðunum á fundinum fyrir Sólveigu Önnu sem segir að trúnaðarmanninum og samstarfsfólki hans sé verulega brugðið vegna þessarar framkomu fulltrúa borgarinnar. Sólveig Anna tekur heilshugar undir með þeim og segir framkomuna til skammar:

„Ég tek undir með þeim. Framkoma umrædds einstaklings sem starfar hjá borginni er til háborinnar skammar. Leikskólar hér í borg eru fjölþjóðlegir. Þar starfar fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn allsstaðar að úr heiminum. Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“

Sólveig Anna segir að trúnaðarmaðurinn hafi gert athugasemdir við þetta framferði á fundinum og hún sé stolt af því. Að lokum segist hún vona að rætt verði af alvöru við umræddan aðila og útskýrt fyrir honum að hann sé að vinna fyrir alla íbúa borgarinnar sama hvaða tungumál þeir tali.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“