fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 17:00

Fáni hinsegin fólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega úrskurðaði úrskurðarnefnd lögmanna ónefndum lögmanni í vil en maður hafði kvartað yfir ummælum lögmannsins í sinn garð og sagt þau hafa falið í sér rangar fullyrðingar um kynhneigð hans og að með þeim hafi lögmaðurinn látið líta út fyrir að maðurinn ætti í ástarsambandi við annan karlmann, sem væri ekki raunin.

Ummælin sem maðurinn kvartaði yfir mun lögmaðurinn hafa látið falla í andmælum vegna kvörtunar annars manns til nefndarinnar vegna starfshátta lögmannsins. Í þeim mun lögmaðurinn hafa vísað til þess að mennirnir væru sambýlismenn. Þessu mótmælti maðurinn og sagði hinn manninn sannarlega ekki vera sambýlismann sinn. Þvert á móti hafi hann verið giftur konu í nærri 30 ár og eigi með henni dóttur.

Taldi maðurinn lögmanninn með þessum ummælum sínum hafa brotið siðareglur lögmanna með því að setja fram ósanna og gildishlaðna staðhæfingu um kynhneigð hans og sambúð með hinum karlmanninum. Taldi maðurinn ekki um mistök að ræða af hálfu lögmannsins heldur meðvitaða ákvörðun til að draga hann að ósekju inn í málið sem sneri að hinni kvörtuninni í garð lögmannsins.

Vísaði lögmaðurinn til þess að samkvæmt skráningu á Já.is séu mennirnir skráðir til heimilis í sama einbýlishúsinu og enginn annar sé skráður þar til heimilis. Lögmaðurinn vísaði því á bug að ummæli hans hafi átt að gefa í skyn að mennirnir væru samkynhneigðir og benti á að orðið sambýlismaður geti þýtt að búa saman án skírskotunar til tilfinninga eða holdlegs sambands.

Móðgun

Í andmælum sínum benti lögmaðurinn á að hann væri sjálfur samkynhneigður og myndi því aldrei nota það orð á niðrandi hátt. Sagði lögmaðurinn það raunar móðgun við sig og annað hinsegin fólk að halda því fram. Vildi lögmaðurinn meina að maðurinn hefði rangtúlkað orð sín. Hann hafi með orðum sínum eingöngu verið að verja sjálfan sig fyrir nefndinni. Með ummælunum hefði hann verið að vísa til þess að mennirnir byggju í sama húsi og stóð lögmaðurinn fast á því að maðurinn væri að gera úlfalda úr mýflugu.

Maðurinn tók ekki undir þessi andmæli lögmannsins. Hann sagði lögmanninn hafa notað villandi og gildishlaðið orðalag í þeim tilgangi að gefa í skyn náin tengsl milli hans og hins mannsins. Hann benti á að Já.is væri ekki áreiðanleg heimild um búsetu. Maðurinn sagðist búa í umræddu húsi með eiginkonu sinni og dóttur. Taldi maðurinn lögmanninn hafa vitað betur þar sem hann hafi verið upplýstur um að hinn maðurinn væri búsettur á Spáni. Taldi hann lögmanninn hafa átt að biðjast afsökunar á orðalaginu í stað þess að verja það.

Hvað segir orðabókin?

Til að komast að niðurstöðu í málinu nýtti úrskurðarnefnd lögmanna sér meðal annars íslenska nútímamálsorðabók. Nefndin segir að samkvæmt henni merki orðið sambýlismaður mann sem sé í sambúð án þess að vera í hjónabandi. Þetta eigi einnig við um laganna bókstaf en í íslenskum lögum sé þetta orð notað yfir mann sem sé í óvígðri sambúð með öðrum einstaklingi. Segir nefndin að þrátt fyrir að orðið kunni í hversdagslegu tali einnig að vera notað um mann sem búi á sama stað og annar einstaklingur telji hún að lögmaðurinn hafi í þessu tilfelli átt að vanda orðaval sitt betur til að forðast að rangar ályktanir yrðu dregnar. Þrátt fyrir þetta er það niðurstaða nefndarinnar að lögmaðurinn hafi ekki gert á hlut mannsins með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“