fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

„Besta vika lífs míns varð allt í einu ennþá betri“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur tók skoti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Miðflokksins, fagnandi.

Hallgrímur hefur verið í auga woke-stormsins svokallaða síðustu daga og skiptust hann og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á föstum skotum um hugmyndafræðina og áhrif hennar.

Sigmundur Davíð skaut á Hallgrím á samfélagsmiðlinum X í fyrrakvöld þar sem hann sagði:

„Síðustu dagar hafa fært okkur bestu skilgreininguna á orðinu woke. Hvað er Woke? Woke er Hallgrímur Helgason.“

Hallgrímur deildi skjáskoti af færslu Sigmundar á Facebook í gærkvöldi og sagði:

„Besta vika lífs míns varð allt í einu ennþá betri!“ Lét Hallgrímur hláturtjákn fylgja með í kjölfarið.

Fylgjendur Hallgríms á Facebook eru þeirrar skoðunar að þetta sé frábært hrós fyrir hann og að minnsta kosti einn hvetur hann til að gera eitthvað listrænt úr færslu Sigmundar Davíðs.

„Ramma inn… þú mátt alveg skreyta ramman og vinna með conceptið áfram, en ekki láta þetta týnast,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar