Segja bandarískir fjölmiðlar að svo virðist sem Loomer hafi meiri völd en þjóðaröryggisráðgjafi Trump.
The Guardian og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu og segja að þessar upplýsingar komi frá aðilum sem sátu umræddan fund.
Sex embættismenn hjá NSA voru reknir í kjölfar fundarins. Loomer sagði þá ekki sýna Trump hollustu og það kostaði þá starfið. Sagði hún þá vinna gegn stjórn Trump.
Meðal þeirra sem voru reknir er Timothy D. Haugh, forstjóri NSA. Trump hafði áður gagnrýnt Haug fyrir að hafa ekki unnið nógu hratt í að afnema hinar svokölluðu DEI-áætlanir.
Bandarískir stjórnmálamenn voru fljótir til við að gagnrýna brottrekstur Haugh. Jim Himes, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, sagðist óttast að Haugh hafi verið rekinn af því að hann sé hreinskilinn og heiðarlegur leiðtogi sem fylgi lögum og hafi þjóðaröryggi í fyrirrúmi.
En hver er Loomer, sem er ekki hluti af stjórn Trump, en virðist hafa svo mikil áhrif á ákvarðanir hans að hún getur sannfært hann um að reka Haugh, einn virtasta hershöfðingja Bandaríkjanna?
Hún er umdeild innan Repúblikanaflokksins, meðal annars vegna þess að hún hefur margoft haldið samsæriskenningunni um að það hafi verið þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum sem stóðu á bak við hryðjuverkin 9. september 2001.
Hún hefur lýst sjálfri sér sem „hvítum talsmanni“ á samkomu öfgahægrimanna, tekið undir lygar Trump um að fólk frá Haítí borði gæludýr Bandaríkjamanna, og deilt mörgum ummælum, sem flokkast sem kynþáttaníð, um Kamala Harris.