fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarar í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands lýsa í aðsendri grein á Vísi yfir mikilli ónægju með gagnrýni eins helsta kvikmyndagerðarmanns Íslandssögunnar, Friðriks Þórs Friðrikssonar, á námið. Segja kennararnir að Friðrik Þór hafi gengið of langt í gagnrýni sinni.

Það eru þau Steven Meyers, Guðrún Elsa Bragadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Brúsi Ólason, Erlendur Sveinsson og Heather Millard sem skrifuð eru fyrir greininni.

Þau segja gagnrýni Friðriks Þórs hafa komið fram í viðtali við hann á Samstöðinni og þegar talið hafi borist að náminu sem þeirra hlutverk er að sjá um hafi hann tekið of djúpt í árinni:

„Þar talar þú m.a. um að það hafi verið „mistök“ og „hreint skemmdarverk“ að stofna deildina okkar, og gengur svo langt að kalla námið „bara eitthvað rusl.“ Undir venjulegum kringumstæðum myndum við láta slíkar ákúrur sem vind um eyru þjóta, en í ljósi þess hversu skakka mynd þú dregur upp, virtur kvikmyndaleikstjóri sem ætla má að nemendur okkar líti upp til, þykir okkur ástæða til þess að svara og leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem þú setur fram um deildina okkar og stöðu íslenskrar kvikmyndamenntunar.“

Háskólanám

Segja þau Friðrik Þór vita vel að deildin sem þau starfa við hafi verið stofnuð eftir langa baráttu fagfólks úr íslenska kvikmyndasamfélaginu fyrir því að boðið yrði upp á háskólanám í kvikmyndagerð hér á landi, sem myndi uppfylla ströngustu gæðakröfur.

Segja þau Friðrik Þór ranglega halda því fram að Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann hefur starfað sjálfur við, hafi einungis boðist aðild að alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla (CILECT) vegna mikilla gæða námsins. Hið rétta sé að öllum kvikmyndaskólum standi til boða aðild þegar þeir hafi starfað í fimm ár eða lengur en kvikmyndalistadeild Listaháskólans muni bjóðast slík aðild þegar hún uppfylli þessi skilyrði en deildin tók til starfa haustið 2022.

Kennararnir segja deildina eiga í víðtæku samstarfi við kvikmyndaskóla á Norðurlöndunum og nemendum standi til boða starfsnám og styttri námsferðir erlendis. Þau telja Friðrik Þór, miðað við orð hans í viðtalinu, búa yfir lítilli þekkingu á námi í kvikmyndagerð við Listaháskólann. Segja kennarnir skipulags námsins byggja á mikilli rannsóknar- og þróunarvinnu auk reynslu Íslendinga og Íslandsvina sem menntað hafi sig í kvikmyndagerð.

Segja kennarnir námið byggja á bæði verklegum og fræðilegum grunni. Nemendur hafi nú þegar vakið athygli fyrir verk sín. Þau leggja síðan áherslu á að í fyrsta sinn verði nemendur útskrifaðir  úr náminu í vor og verði þá þeir fyrstu til að ljúka háskólanámi í kvikmyndagerð á Íslandi.

Friðrik Þór

Beinir kennarahópurinn að lokum þeim orðum til Friðriks Þórs að í raun ætti hann að vera ánægður en ekki kvarta vegna þessara tímamóta:

„Þessi áfangi er afrakstur áratugalangrar, þrotlausrar vinnu margra kollega þinna og vina. Þetta er mikilvægt tilefni sem kvikmyndagerðarsamfélagið ætti að fagna í sameiningu. Í þeim anda viljum við bjóða þér að halda með okkur upp á árangurinn sem hefur náðst.“

Grein kennara í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy