fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Kristinn sendir ákall til íslenskra landsliðskvenna: „Ekki fara í þennan leik“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 13:46

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur birt opið bréf til landsliðskvenna Íslands í handbolta þar sem hann hvetur þær til að mæta ekki til leiks gegn Ísrael sem að óbreyttu fer fram á morgun. Talsverð ólga hefur verið í samfélaginu vegna leikjanna í ljósi ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs en leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum og á ótilgreindum stað.

„Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum“

„Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að skrifa ykkur þetta bréf en ég er til þess neyddur því samviska mín leyfir ekki annað. Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið – og eru enn að fremja – versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ skrifar Kristinn.
Hann segir að í ljósi þess að almenn herskylda er í Ísrael þá sé ljóst að ísraelsku landsliðskonurnar hafi allar skartað, eða munu skarta, herbúningi Ísraelshers sem ber ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum í Gaza.
 Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.
Ekki fara í þennan leik. Ég veit að þetta virðist stór bón en lítið á þetta sem stórt tækifæri, möguleika á því að senda svo kröftug skilaboð til heimsins alls að eftir þvi verður tekið. Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið,“ skrifar Kristinn.

Segir að einhver þurfi að brjóta ísinn

Hann segist óska þess heit að landsliðskonurnar verði samviska þjóðarinnar, verði sannarlega „stelpurnar okkar“ og standi fyrir æðstu gildum mannvirðingar.
„Þið hafið þetta val í höndunum. Þið getið leikið þennan leik fyrir luktum dyrum og tapað, hvernig sem fer í markatölu. Þið munið ganga af velli með blóðslettur saklausra barna á treyjunum ykkar sem ofan í kaupið eru merktar fyrirtæki sem styður þjóðarmorðið. Ég bið ykkur um að sýna yfirburði í siðferðisstyrk sem mun fylgja ykkur alla daga og gera það að verkum að börn ykkar og barnabörn munu um aldur og daga minnast ykkar með stolti. Þið verðið sigurliðið sem sýndi umheiminum slíkt fordæmi að það getur skapað bylgju viðspyrnu um allan heim. Það þarf að brjóta ísinn. Þið hafið í ykkar höndum að vera kyndilberar réttlætis,“ skrifar Kristinm.
Hann segist fullviss um að ef íslensku handboltakonurnar gangi af velli undir þjóðsöng Ísraels og það verði sent út á öldum ljósvakans þá verði það jafnstór aðgerð og þegar Ísland var fyrst til að viðurkenna sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna.
„Þið verðið þá sannarlega stelpurnar okkar – þær stoltu stelpur sem fengu tækifæri til að breyta heiminum. Það eru allir að bíða eftir því að einhver taki af skarið – gerið það og gangið af velli – sem sigurvegarar. Leifur heppni fékk ekki viðurnefnið fyrir að finna Ameríku, heldur fyrir þann heiður að fá tækifæri til að bjarga skipbrotsmönnum á flæðiskeri. Hann er enn þekktur sem hinn heppni, þúsund árum síðar.
Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði.
Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik,“ skrifar Kristinn.
Hér má lesa færslu hans í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður