fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 11:30

Fáninn var skorinn niður um helgina. Mynd/Hafnarfjarðarbær/Hinsegin dagar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarverk voru unnin í leikskólanum Norðurbergi í Norðurbæ Hafnarfjarðar um helgina. Ekki er langt síðan skemmdarverk voru unnin á regnbogafána í öðrum leikskóla í hverfinu.

Anna Borg Harðardóttir, leikskólastjóri í Norðurbergi, greinir frá þessu í færslu í íbúagrúbbum í Hafnarfirði. Biðlar hún til foreldra að ræða við börnin sín um að ganga um svæðið af virðingu.

„Ég sem leikskólastjóri á Norðurbergi biðla til ykkar, kæru foreldrar, að ræða vel og yfirvegað við börnin ykkar um að ganga um öll svæði með virðingu og ekki síst leikskólalóðirnar sem börnunum þótti eflaust vænt um þegar þau voru lítil,“ segir hún. „Hér voru skemmdarverk unnin um helgina, t.d. var Regnbogafáninn okkar fallegi skorinn niður. Þetta er ekki samfélagið sem við viljum búa í, við viljum kærleik, umburðarlyndi og gleði inn í okkar líf.“

Sjá einnig:

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Síðasta haust voru unnin skemmdarverk á lóð leikskólans Víðivöllum í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Var regnbogafáninn skorinn niður, hann rifinn og skilinn eftir á lóðinni.

Það mál var tilkynnt til lögreglu og sagði leikskólastjóri að þetta væri ekki aðeins skemmdarverk á eigum skólans heldur vanvirðing við táknmynd umburðarlyndis í samfélaginu.

Regnbogafánar hafa verið skotmörk skemmdarvarga áður. Til dæmis var slíkur fáni skorinn niður við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, við Hveragerðiskirkju og við fyrirtækið Rarik á Selfossi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður