fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Vara við þjóðarátaki í skógrækt – „Hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. apríl 2025 20:00

Sveinn Runólfsson formaður VÍN er fyrrverandi landgræðslustjóri. Mynd/Landgræðslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúruverndarsamtök sem fyrrverandi landgræðslustjóri fer fyrir vara við þjóðarátaki í skógrækt. Telja samtökin að rækt með ágengum tegundum sé virðingarleysi fyrir íslensku lífríki og í andstöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Þetta segir í umsögn samtakanna Vina íslenskra náttúru (VÍN) sem formaðurinn Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri ritar, um þingsályktunartillögu um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt. En það eru þingmenn Framsóknarflokksins sem standa að tillögunni sem lýtur að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með þessum hætti.

Ágengar tegundir

Í umsögninni tekur VÍN undir margt af því sem komi fram í tillögunni, það er það sem lúti að endurheimt náttúrulegra vistkerfa, þar með talið birkiskóga. En varað er við þjóðarátaki í rækt það sem samtökin kalla „ágengar tegundir,“ það er erlend barrtré svo sem stafafura og sitkagreni.

„Virðingarleysi fyrir íslensku lífríki og náttúru, t.d. með skógrækt í stórum stíl með framandi tegundum, sem sumar eru ágengar, er stórvandamál sem mun aukast á næstu áratugum,“ segir Sveinn í umsögninni og segir áðurnefndar tegundir hafa ógnað náttúrulegum vistgerðum. „Slíkar tegundir ætti að undanskilja frá styrkhæfum verkefnum. Hins vegar notkun innlendra tegunda, stuðlar að vistheimt án áhættu á ágengni. Nú þegar er verið er að eyðileggja náttúruleg og fullgróin vistkerfi, svo sem mólendi og votlendi, í nafni kolefnisbindingar og/eða kolefnisjöfnunar. Þetta land bindur nú þegar og geymir kolefni, jafnframt er það búsvæði fjölmargra dýra- og plöntutegunda.“

Fólk narrað til að rækta skóg

Árekstrar á milli áhugafólks um skógrækt og landgræðslu eru ekki nýjar af nálinni. Urðu þeir meðal annars í aðdraganda sameiningar Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í nýja stofnun, Land og Skóg, árið 2023.

VÍN, sem eru nýleg samtök, hafa gert sig gildandi í þessari umræðu. Hafa þau meðal annars sent bréf á allar sveitarstjórnir þar sem þær eru hvattar til þess að skipuleggja land vel og leyfa ekki skógrækt hvar sem er. Sveinn hefur sagt að fólk hafi verið „narrað“ til að rækta skóg, í nafni kolefnisbindingar.

Sjá einnig:

Hjálmar segir stefna í óefni í skógrækt á Íslandi – Hérlendis ríki enn „villta vestrið“

„Að mati VÍN er mjög áríðandi að allar aðgerðir við kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun séu vel skipulagðar, meðal annars með tilliti til verndar náttúru- og menningarminja og sýnt sé fram á hversu mikið aðgerðirnar vinni gegn hlýnun,“ segir í umsögninni. „Því er afar mikilvægt að stjórnvöld ýti ekki undir ómarkvissar aðgerðir, t.d. í skógrækt, þar sem ítrekað er blandað saman, beint og óbeint, háleitum og oft óraunhæfum markmiðum um kolefnisbindingu og að draga úr loftslagshlýnun við endurheimt náttúrulegra vistkerfa og uppgræðslu lands.“

Óvottaðar kolefniseiningar

Segir hann að hér á landi hafi verið til sölu kolefniseiningar í skógrækt, en að þær séu ekki vottaðar með faglegum og hlutlausum hætti. Í raun séu þær því marklausar. Ekki sé nóg að horfa á bindingu koltvísýrings í trjánum sjálfum heldur verði að skoða hvað gerist í jarðveginum og hvaða breytingar verði á endurskini sólarljóss þegar barrskógur þeki jarðveginn.

Vísar hann til Skotlands í þessum efnum þar sem umræða sé í gangi um að hætt verði að nota opinbert fjármagn til gróðursetningu barrtrjáa. Einnig að öll skógrækt yfir 40 hektara fari í umhverfismat.

Kæruleysislegt þjóðarátak

„Það hefur sýnt sig marga undanfarna áratugi að hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar og skyldur sem koma fram í þeim alþjóðlegu samningum sem nefndir eru í greinargerð með tillögunni,“ segir Sveinn í umsögninni. „VÍN vill vara við því að hugtakið þjóðarátak sé notað kæruleysislega. Til dæmis á þann hátt að gengið sé út frá því að öll þjóðin standi að baki ákveðinni hugmyndafræði og stjórnvöld veiti því verkefnum fjárhagslegan stuðning með almannafé. Einnig er rétt að geta þess að nú 2 þegar er verulegum fjármunum veitt til skógræktar sem ágreiningur er um. Þjóðin er alls ekki sammála um gróðursetningu framandi og ágengra tegunda. Þjóðarátak sem ekki verndar lífríki Íslands bætir ekki þar um.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“