fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Sólveig gáttuð en fagnar siðfárinu – „Ég vissi ekki að andúð á woke væri svona svakalega hot take“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 21:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa ætlað sér að valda siðafári á Íslandi þegar hún tók rithöfundinn Hallgrím Helgason á teppið um helgina um svokallaða vók-hugmyndafræði.

„Ég ætlaði allsekki að valda siðfári – þó vissulega sé langt síðan ég gerði það síðast (íslenskukennsla fyrir útlendinga og elítan í fílabeinsturninum? – ég man það ekki alveg. Ég vissi ekki að andúð á woke væri svona svakalega hot take.“

Sólveig Anna segist þó ánægð með umræðuna. Smá siðfár geti verið hressandi við og við en hún hafi eins skemmt sér konunglega að fylgjast með róttækum frjálslyndum berjast við að komast að því hvað vók þýði í raun og veru. Flest séu að halda því fram að vók þýði að vera góður, góður eins og þau.

„Krúttin, segi ég nú bara,“ skrifar Sólveig kát á Facebook og segist nú hafa eitthvað að gera í páskafríinu annað en að biðjast fyrir og horfa á sjónvarpið. Hún geti nú varið fríinu í að skrifa færslur um það hvers vegna hún þolir ekki vók og hvers vegna hún hefur rétt fyrir sér.

„Ég hlakka til að vakna að morgni skírdags og hefja ritun á þeirri harðorðu skammarræðu, í Jesús heilaga nafni.“

Það sé þó smá tími þangað til hún kemst í frí. Hún mælir með að fólk stytti sér biðina með því að hlusta á tónlistarmanninn Morrissey sem vókið hafi ítrekað slaufað síðustu misseri. Þá bendir hún sérstaklega á hljómsveit hans, The Smiths og lagið Bigmouth Strikes Again. En þar segir einmitt í textanum:

„Elskan, elskan, ég var aðeins að spauga þegar ég sagðist vilja brjóta allar tennurnar í hausnum á þér. Elskan, elskan, ég var aðeins að spauga þegar ég sagði að réttilega ættirðu að verða fyrir barefli í rúmi þínu. Og nú veit ég hvernig Jóhönnu af Örk leið, nú veit ég hvernig Jóhönnu af Örk leið þegar logarnir klifu upp rómverskt nef hennar og vasaspilarinn hennar byrjaði að bráðna. 

Blaðrarinn. Blaðrarinn. Blaðrarinn gerði það aftur. Og ég hef engan rétt á að taka minn stað meðal mannkynsins.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“