fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Fá sekt fyrir rangar fullyrðingar um virkni plástra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 14:30

Neytendastofa er til húsa í Borgartúni 29. Mynd: Skjáskot/Google.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Sif verslun sem rekur samnefnda netverslun fyrir að hafa kynnt svokallaða NatPat plástra, sem seldir voru í versluninni, með ósönnum fullyrðingum um virkni þeirra og áhrif á heilsu fólks. Fullyrt var meðal annars að þeir gætu dregið úr þunglyndi og kvíða.

Í kjölfar ábendingar óskaði Neytendastofa eftir sönnunum fyrir ýmsum fullyrðingum verslunarinnar um virkni plástranna. Fullyrti verslunin í kynningu að mismundandi tengundir plástranna hjálpuðu til að koma í veg fyrir sólbruna, drægju úr einkennum kvíða, ADHD og einhverfu, hjálpuðu við að stjórna tilfinningum eins og streitu og kvíða, hefðu góð áhrif á svefn, drægju úr kláða eftir skordýrabit og loks var ein tegund plástranna sögð hjálpa til við stýra löngun í svokallað ruslfæði.

Í svari verslunarinnar var vísað í hlekki á vefslóðir sem áttu að leiða að vísindalegum rannsóknum sem sanna áttu fullyrðingarnar frekar.

Sagði Neytendastofa í svari til verslunarinnar að henni bæri að vísa með beinum hætti hvar á þessum vefslóðum mætti finna sönnun fyrir hverri og einni fullyrðingu.

Rannsóknir

Segir í ákvörðun Neytendastofu að verslunin hafi svarað með því að breyta lýsingum á vörum sem til sölu voru í versluninni en hafi síðan í svari sínu vísað beint til setninga í rannsóknum sem sannana fyrir fullyrðingum sínum. Í ákvörðun Neytendastofu er gerð grein fyrir rökstuðningi og tilvísunum verslunarinnar við hverja og eina fullyrðingu sem stofnunin hafði gert athugasemd við.

Í niðurstöðu Neytendastofu er sérstaklega tekið fram að verslunin hafi fjarlægt fimm af þeim ellefu fullyrðingum sem stofnunin gerði athugasemd við.

Segir að í aðsendu efni frá versluninni, við beiðni Neytendastofu um rökstuðning, að undanskyldri vefsíðu framleiðanda, hafi ekki verið að finna beina umfjöllun um þá plástra sem félagið selji og fullyrðingarnar snúi að. Þá fjalli rannsóknir og greinar, sem verslunin vísi í, um virkni ilmkjarnaolíu, sem sé aðal innihaldsefni plástranna, með almennum hætti en ekki með beinum hætti um það hvort NatPat plástrar skili þeim árangri sem verslunin fullyrði að þeir geri.

Heilsan

Segir einnig í ákvörðun Neytendastofu að þegar seljendur beiti fullyrðingum í kynningarefni sínu um eins mikilvæga hagsmuni og líkamlega og andlega heilsu neytenda, verði þeir að geta gengið út frá því að fullyrðingarnar standist og séu ekki villandi um raunverulega virkni eða hlutverk viðkomandi vöru. Verði því að gera ríkar kröfur til sönnunar á fullyrðingum seljanda er snúi að því að vara geti læknað sjúkleika, röskun á líffærastarfsemi eða vansköpun.

Telur Neytendastofu fulllyrðingar verslunarinnar um virkni plástranna veita rangar upplýsingar sem séu líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá séu fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Að mati stofnunarinnar séu umræddar fullyrðingar ennfremur settar fram með þeim hætti að því sé haldið fram að vörurnar geti haft jákvæð áhrif til að draga úr ýmsum kvillum líkt og um lyf sé að ræða. Telur Neytendastofa að með birtingu á framangreindum fullyrðingum um virkni NatPat plástra hafi verslunin haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi.

Í ljósi alls þessa er það niðurstaða Neytendastofu að um brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu sé að ræða. Við hæfi þótti að sekta verslunina um 100.000 krónur og banna henni að viðhafa umrædda viðskiptahætti framvegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Í gær

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Í gær

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir