fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. apríl 2025 17:00

Ung kona lenti í leiðindatilviki við Skógafoss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða er nú á samfélagsmiðlum um dónalega og orðljóta bandaríska ferðamenn á Íslandi. Aðrir ferðamenn deila sögum sínum af uppákomum þar sem bandarískir ferðamenn hafa veist að þeim.

Kveikjan að umræðunni er frásögn konu á þrítugsaldri sem var að ferðast ein um Ísland og lenti í leiðindaatviki við Skógafoss. Segir hún frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit.

C orðið

Segist hún hafa verið að taka ljósmyndir af fossinum og þar hafi önnur kona verið að gera það sama. Segir hún að konan hafi blotnað í fæturna þar sem hún hafi ekki verið að fylgjast nægilega mikið með umhverfinu en þá hafi eiginmaður hennar reiðst.

„Þegar ég kom til baka byrjaði eiginmaður konunnar að skamma mig og kallaði mig skíthæl og asna. Hann var bandarískur og ég er það líka. Fyrst áttaði ég mig ekki á því að hann væri að tala við mig,“ segir konan en málið var ekki úr sögunni. Þegar hún kom aftur að bílastæðinu veittist maðurinn aftur að henni.

„Maðurinn og eiginkona hans gengu aftur fram hjá mér og hann byrjaði aftur að kalla mig skíthæl,“ segir hún. „Ég sagði honum að grjót halda kjafti og þá kallaði hann mig C orðinu sem er beitt gegn konum.“

Eldri kona með staf á lofti

Í athugasemdum hneykslast margir á framferði mannsins en benda á að þetta sé ekkert einsdæmi þegar kokmi að bandarískum ferðamönnum hér á Íslandi. Þeir hafi oft hagað sér dónalega gagnvart öðrum.

„Svipað kom fyrir mig við Gullfoss í síðasta mánuði,“ segir ferðamaður og ljósmyndari sem lýsir því að hafa verið að taka myndir með þrífóti við fossinn. Þá kom eldri bandarísk kona og hellti sér yfir hann.

„Allt í einu birtist kona á sjötugsaldri og bankar í öxlina á mér,“ segir hann. „Ég sný mér við og hún hrindir mér. Hún kallar mig dóna, tillitslausan og sjálfselskan drullusokk. Bara af því að það var bekkur nokkrum metrum í burtu og af því að ég var þarna þá gat hún ekki séð útsýnið frá bekknum.“

Hitnaði þá enn þá meira í kolunum.

„Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum. Ég greip hann af henni og lét hana vita að ég myndi ekki leyfa henni að gera þetta og að hún mætti vinsamlegast hypja sig.“

Seinna um daginn, þegar ljósmyndarinn og kærasta hans voru komi að Geysi í Haukadal, rekast þau aftur á gömlu konuna.

„Hún byrjar að hrópa á mig og segja hópnum sínum að ég hafi hrint henni í jörðina til þess að ég gæti tekið myndir af Gullfossi,“ segir hann. „Í raun var þetta allt saman mjög spaugilegt en það sem hneykslar mig mest er að fólk skuli koma til Íslands með svona mikla neikvæða orku.“

„Heimurinn virðist hata okkur“

„Vandamálið við Ísland er að það er svo mikið af ferðamönnum þar að þú endar á að sjá miklu fleiri Bandaríkjamenn en Íslendinga,“ segir einn. „Að minnsta kosti á ferðamannastöðunum.“

„Það er nógu slæmt að heimurinn virðist hata okkur núna,“ segir Bandaríkjamaður í þræðinum. „Ég vildi óska þess að Bandaríkjamenn sem haga sér svona myndu verða eftir heima, áður en að restin af heiminum ákveður í sameiningu að banna okkur að heimsækja önnur lönd.“

„Eina slæmu samskiptin sem ég átti á Íslandi var við Bandaríkjamann á sama stað (það er Skógafossi) fyrir um mánuði síðan,“ segir einn ferðamaður. „Þetta var þriðja ferðin mín til Íslands og fyrsta slæma reynslan. Einhver gaur í Eagles treyju. Ég sagði „Go Birds“ og þá sneri hann sér að mér og gerði það augljóst að hann vildi ekki að neinn myndi tala við hann.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vara við þjóðarátaki í skógrækt – „Hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar“

Vara við þjóðarátaki í skógrækt – „Hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla lýsir eftir Svövu sem sást síðan á Torreveja þann 4. apríl

Lögregla lýsir eftir Svövu sem sást síðan á Torreveja þann 4. apríl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fá sekt fyrir rangar fullyrðingar um virkni plástra

Fá sekt fyrir rangar fullyrðingar um virkni plástra
Fréttir
Í gær

Stuðningsfulltrúi var óvinnufær eftir árás fjórða bekkings – Beit í handlegg og sparkaði í sköflung

Stuðningsfulltrúi var óvinnufær eftir árás fjórða bekkings – Beit í handlegg og sparkaði í sköflung
Fréttir
Í gær

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Í gær

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar