fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. apríl 2025 17:59

Sólveig Anna Jónsdóttir, DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lenti í snörpum orðaskiptum um woke-hugmyndafræðina við rithöfundinn Hallgrím Helgason í  nýjasta þætti Sona Egils á Samstöðinni. Sagði Sólveig Anna að woke-ið væri ein mest óþolandi hugmyndafræði sem hægt væri að hugsa sér og vinstri menn þyrftu að átta sig á því að tími þess sé liðinn, enginn þoli það lengur.

„Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á Sólveigu Önnu tala gegn woke. Ég bara trúi því ekki,“ segir Hallgrímur og hristi hausinn og sakaði síðar Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump.

Þá hló Sólveig Anna og sagði fólk sem héldi slíku fram lifi í búbblu.

Hallgrímur spurði þá hvort að Sólveig Anna væri að tala gegn trans fólki, hommum eða lesbíum. „Woke er bara að vera næs við fólk,“ sagði Hallgrímur.

Sólveig Anna brást þá við með því að segja að Hallgrímur hefði greinilega ekki hugmynd um hvað woke væri. Það hefði fæðst í bandarískum háskólum og hefði þróast út í þann vanda fyrir íslenska umræðuhefð að um leið og manneskja segir eitthvað sem annar er ósammála þá sé hann sakaður um að vera Trumpisti.

„Hugsanaglæpurinn sem ég hef núna framið verður til þess að einhver merkilegur íslenskur rithöfundur á miðjum aldri getur bara kallað mig Trumpista.“

Hallgrímur spurði þá hvar umburðarlyndi Sólveigar Önnu væri og hún spurði þá einfaldlega á móti hvar umburðarlyndi hans væri gagnvart hennar skoðunum.

„Woke er ömurlegt,“ sagði Sólveig Anna síðan stuttu síðar og fullyrti að hugmyndræðin væri fyrst og fremst ástæða þess að ýmsir minnihlutahópar hefðu yfirgefið demókrata og kosið Trump aftur til valda. Fólk hafi orðið þreytt á því að woke-liðar væru að setja sig á háan stall og þykjast vera betri en aðrir. Ef að vinstri menn myndu ekki yfirgefa hugmyndafræðina þá muni  vinstrið halda áfram að tapa fylgi.

Sjá má orðaskiptin hér fyrir neðan

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“