fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. apríl 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, hefur skipað nýja stjórn yfir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Af þeim fimm sem taka nú sæti í stjórn koma fjórir úr röðum Flokks fólksins, en sá fimmti er skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, setti í febrúar nýjar reglur um skipan vannefnda til að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins til að koma í veg fyrir að fólk tengt stjórnmálaflokkum sé skipað í þessi störf. Þessar reglur gilda þó aðeins um 10 ríkisfyrirtæki en ná ekki til dótturfélaga eða stofnana ríkisins.

Þegar reglurnar voru settar ræddi Daði við Heimildina og sagði markmið reglnanna að að fá hæft stjórnarfólk frekar en pólitískar skipanir. Löng hefð væri fyrir því á Íslandi að velja í embætti eftir pólitískum línum en hann vonaðist til að með reglunum væri hægt að rjúfa þessa hefð og tryggja að hæfasta fólkið sé valið til verka.

Morgunblaðið rakti í gær að nýir stjórnarmenn HMS séu Sigurður Tyrfingsson, sem var í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021, Jónas Yngvi Ásgrímsson, sem var í 4. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum, Rúnar Sigurjónsson sem var í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og Oddný Árnadóttir sem er fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri meira af því sama sem þjóðinni hafi verið boðið upp á á fyrstu 100 dögum ríkisstjórnarinnar. „Nálgunin „ég á þetta, ég má þetta“ virðist alltumlykjandi. Stjórnarmenn tengdir Viðreisn voru til dæmis þeir einu sem lifðu af á milli ára í stjórnum Isavia og Íslandspósts á aðalfundum félaganna. Þetta verklag ber í öllu falli ekki keim af þeim faglegheitum sem nýja þríeykið boðaði.“

Inga hefur áður verið gagnrýnd fyrir að koma sínu fólki í stjórnir án þess að horft sé sérstaklega til hæfni, en árið 2022 var sonur hennar skipaður í stjórn Íslandspósts.

Sjá einnig:Sonur Ingu Sæland kominn í stjórn ríkisfyrirtækis – „Ekki verður betur séð enn að frændhygli hafi ráðið miklu um þessa skipun“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Í gær

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“