Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld og virðist leit vera í gangi við Ægisíðu. Þar eru sjúkra- og lögreglubílar á ferð og minnst þrír björgunarbátar.
Visir greinir frá því að leitað sé að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar og að grunur leiki á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn.
Mbl.is greinir frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en svo hafi beiðnin verið afturkölluð.