Þorvaldur er í viðtali um stöðu mála í Morgunblaðinu í dag.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og öðruvísi atburðir,“ segir hann við blaðið.
Hann segir að það kæmi honum ekki á óvart ef endalokin á atburðunum við Sundhnúka væru handan við hornið og eldvirknin færi sig annað.
„Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta sem við erum að sjá núna væru endalokin á atburðunum á Sundhnúkahrinunni hvað eldvirkni varðar og að eldvirknin færði sig til. Jafnvel út á Reykjanes eða austur í Krýsuvík,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er rætt við hann.