fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 12:45

Mohamad var vel gætt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað að taka mál Mohamads Thor Jóhannessonar, áður Kourani. Mohamad fékk átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleira.

Mohamad stakk mann í versluninni OK Market árið 2024. Eftir það var einnig fjallað um hann í tengslum við hótanir í garð Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Sagði Helgi Magnús að Mohamad hefði ofsótt sig og fjölskyldu sína um árabil.

Auk manndrápstilraunarinnar var Mohamad sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, sjö brot gegn valdstjórninni, að gabba lögreglu og tvær líkamsárásir. Málin voru sameinuð í Landsrétti og voru þar staðfestir dómar héraðsdóms.

Sjá einnig:

Ofbeldismaðurinn Kourani breytir um nafn – Mohamad Th. Jóhannesson

Mohamad vildi að Hæstiréttur tæki málið fyrir vegna þess að málið hefði verulega þýðingu fyrir hann og taldi hann að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Vísaði hann til þess að við þinghaldið hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum sem hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann, þar með væru þeir vanhæfir til að dæma í málinu.

Þá taldi hann borin von að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt væri að hún myndi ýta undir andleg veikindi hans og yrði honum skaðleg.

Eins og áður segir hafnaði Hæstiréttur að taka málið. Það hefði ekki verulega almenna þýðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur