fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 12:30

Ofnæmislæknar eru á móti frumvarpi um breytingu á dýrahaldi í fjöleignarhúsum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofnæmislæknar leggjast gegn nýju frumvarpi Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum. Segja þeir ofnæmissjúklinga geta fengið einkenni við lítið magn ofnæmisvaka.

Þetta kemur fram í umsögn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna, FÍOÓL, við frumvarpi Ingu um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Verði frumvarpið að lögum verður hunda- og kattahald ekki háð samþykki annarra eigenda í fjölbýlishúsi. Eins og staðan er í dag þarf samþykki tveggja þriðju hluta eigenda.

Samkvæmt frumvarpinu yrði breytingin hins vegar sú að hægt væri að banna hunda- eða kattahald með tveimur þriðju hluta eigenda ef dýrin valda öðrum íbúum verulegum ama.

Fjórðungur með ofnæmi

Í umsögninni bendir formaður FÍOÓL, Sólrún Melkorka Maggadóttir, á að ofnæmissjúkdómar hafi aukist á undanförnum árum. Hér á landi séu um 6 prósent fullorðinna og 9 prósent barna á skólaaldri með astma. Um fjórðungur allra fullorðinna og barna séu með ofnæmi. Grasofnæmi sé algengast en ofnæmi fyrir köttum og hundum sé einnig algengt.

„Margir þeirra eru einnig með astma og fá asthmaeinkenni ef þeir eru útsettir fyrir því sem þeir hafa ofnæmi gegn. Þau einkenni (andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði) geta verið alvarleg ef ofnæmisvakinn er í einhverju magni eða þrálát og jafnvel dagleg einkenni þó magnið af ofnæmisvakanum sé minna er útsetningin er ítrekuð/viðvarandi,“ segir Sólrún í umsögninni. „Einkenni frá augum eða nefi (ofnæmiskvef) eru einnig algeng og geta skert lífsgæði verulega.“

Fólk útsett í híbýlum sínum

Ofnæmisvakar dýra sitja í húðflögum, hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum þeirra. Þeir safnast fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geta borist úr íbúð yfir á stigagang og inn í aðra íbúð. Auknar líkur séu á þessu ef dýrin fara um stigaganginn.

„Einstaklingar með ofnæmi eru mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geta sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka,“ segir Sólrún. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín.“

Leggst FÍOÓL gegn frumvarpinu sem félagið segir skerða réttindi fólks með astma og ofnæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara
Fréttir
Í gær

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur