fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 15:30

Borgarfjörður eystri (eða Bakkagerði). Mynd/Wikipedia/Eysteinn Guðni Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri í dag var rætt um nafngift þéttbýlisins á staðnum. Er það stundum kallað Borgarfjörður eystri en stundum Bakkagerði, sem er eldra heiti.

Árið 1968 var fjallað um það í Hagtíðindum, sem og í Morgunblaðinu, að heiti þorpsins hefði verið breytt úr Bakkagerði í Borgarfjörð eystri. Á sama tíma var heitum nokkurra annarra þorpa breytt, það er Tunguþorpi í Tálknafjörð, Grafarnesi í Grundarfjörð, Kirkjubólsþorpi í Stöðvarfjörð, Þverhamarsþorpi í Breiðdalsvík, Höfn í Bakkafjörð, Búðum í Fáskrúðsfjörð og Búðareyri í Reyðarfjörð.

Þessi gömlu heiti virka framandi í eyrum flestra en einhverra hluta vegna hefur heitið Bakkagerði enn þá loðað við Borgarfjörð eystri. Heimastjórnin bendir til dæmis á að í upplýsingagrunnum Landmælinga Íslands komi heitið Bakkagerði enn víða fyrir. Hafi þetta valdið því ýmist sé talað um Borgarfjörð eystri eða Bakkagerði í rituðu og töluðu máli.

Vegna þessa hefur starfsmanni heimastjórnarinnar verið falið að óska eftir umsögn Örnefnanefndar um mögulega nafnabreytingu þar sem eingöngu verði notast við heitið Borgarfjörður eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur