fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 07:14

Mynd: Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur sést virkni á gossprungunni frá því í gær eftirmiðdag en glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en gikkskjálftavirkni við Reykjanestá hefur fært sig suðvestar í átt að Eldey og má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á meðan svæðið er að jafna sig.

Síðastliðinn sólarhring hafa mælst um 2800 skjálftar á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg í tengslum við kvikuhlaupið. Fjöldi tilkynninga hafa borist Veðurstofunni um að skjálftarnir hafa fundist í byggð, allt frá Hrútafirði að Kirkjubæjarklaustri.

Undir lok nætur var skjálftavirknin nokkuð dreifð á kvikuganginum frá Stóra-Skógfelli í suðri og að Vatnsleysuheiði nyrst og dýpi þeirra haldist á um 4-6 km.
Vísindamenn munu funda í morgunsárið og fara yfir stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast