Maður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í karlabúningsklefa sundlaugar, að líkindum á Akureyri.
Í ákæru héraðssaksóknara gegn manninum segir að hann hafi klipið fast í brjóst drengsins og kysst og sogið eða sleikt brjóst hans og bringu.
Atvikið átti sér stað að kvöldi þriðjudagsins 28. nóvember árið 2023.
Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð 1,5 milljónir króna.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í dag (2. apríl).