fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd um athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins 1974-1979 óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistuð voru sem börn á þeirri vöggustofu, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því, veiti nefndinni viðtal um þau atvik sem þau muna eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Talsvert hefur verið fjallað um tímabil vöggustofanna fram til ársins 1973 en nú er um að ræða nýja athugun sem tekur til annars tímabils. Þá kemur fram að þótt einstaklingar hafi þegar mætt til viðtals þá hefði nefndin áhuga á nýju viðtali ef það snertir það tímabil sem nú er til athugunar.

Einnig óskar nefndin góðfúslega eftir því að þeir sem störfuðu á vöggustofunni á umræddu árabili, 1974-1979, og búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á þau atriði sem nefndinni ber að kanna, hafi samband með sama hætti.

Þeir einstaklingar sem vilja segja frá reynslu sinni eru beðnir um að hafa samband við nefndina sem fyrst og eigi síðar en 15. apríl nk. á netfangið voggustofunefnd@reykjavik.is

Samkvæmt ákvörðunum borgarráðs nær yfirstandandi athugun nefndarinnar til Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins tímabilið 1974-1979.

Meginverkefni nefndarinnar er:

Að lýsa starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, hlutverki hennar í barnaverndar og/eða uppeldismálum og tildrögum þess að börn voru vistuð þar á því tímabili sem um ræðir.
Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð.
Að lýsa því hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofum var háttað.
Að lýsa öðrum atriðum sem tengjast starfsemi vöggustofunnar og nefndin telur þarfnast skoðunar, þar á meðal eins og kostur er afdrifum þeirra barna sem vistuð voru á vöggustofunni eftir að dvölinni lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú