fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 15:30

Rekstur líkhúsa hefur verið í ólestri í langan tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorgarmistöð mótmælir framkomnu frumvarpi um rekstur líkhúsa. Segja samtökin að um sé að ræða skattlagningu á dánarbú.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu sem laut að rekstri líkhúsa. En um árabil hafa líkhús verið rekin með litlum efnum og mikil óvissa um lagalega stöðu þeirra.

Samkvæmt frumvarpinu verður kirkjugarði sem starfrækir líkhús heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Þetta gjald verði grundvöllurinn að rekstri líkhússins og dekki kostnað vegna launa, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja og fleira.

Þetta er Sorgarmiðstöðin, sem beitir sér fyrir hagsmunum syrgjenda, ekki ánægð með eins og kemur fram í umsögn framkvæmdastjórans, Kristín Lilja Sigurðardóttir. Leggur miðstöðin til að frumvarpið verði hreinlega dregið til baka.

Sjá einnig:

Líkhúsið á Akureyri til sölu – „Glæsilegt hús á besta stað í bænum“

„Við lestur greinargerðarinnar sem fylgir frumvarpinu verður ekki annað séð en að kirkjugarðar sem reka líkhús fái lagalega heimild til að reikna inn í væntanlegt líkhúsgjald allan kostnað sem hlýst af rekstri líkhússins og því muni gjaldinu í raun ætlað að standa alfarið undir rekstri viðkomandi líkhúss,“ segir í umsögninni. „Hér er því opnað fyrir möguleika á víðtækari gjaldtöku en sem nemur þjónustu við geymslu líka. Verður ekki annað ráðið af orðalaginu en að í raun sé um skattlagningu á dánarbúum að ræða til reksturs líkhúsa, en ekki þjónustugjald fyrir að geyma lík um tiltekinn tíma.“

Er skorað á Allsherjar- og menntamálanefnd að falla frá frumvarpinu en tryggja þess í stað tímabundið framlag úr ríkissjóði til þeirra kirkjugarða sem reka fullbúin líkhús. Jafn framt verði flýtt heildarendurskoðun á lögunum og samkomulag ríkis og kirkjugarðaráðs frá árinu 2005 endurskoðað. En það fjallaði um framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða meðal annars til líkgeymslu og reksturs líkhúsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni