fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 08:00

Kanadískir hermenn á æfingu Nató í Litáen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi Evrópuríkja hefur náð saman um að senda herlið til Úkraínu um leið og Rússar og Úkraínumenn undirrita friðarsamning.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi evrópskra þjóðarleiðtoga í París í síðustu viku. Ekki var full samstaða um þessa ákvörðun en það skiptir engu máli sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands.

Leiðtogar tæplega 30 Evrópuríkja og frá NATÓ og ESB sóttu fundinn en fundarefnið var stuðningurinn við Úkraínu og hvernig Evrópa getur ábyrgst öryggi landsins í framtíðinni.

Macron sagði að enn sé verið að vinna áætlunina en hún muni verða að raunveruleika. „Það ætti að geta róað Evrópubúa til langs tíma og fælt Rússland frá árásum í framtíðinni, „sagði Macron.

Evrópsku hersveitirnar verða „öryggissveitir“. Þær verða ekki staðsettar nærri víglínunum, heldur verða þær töluvert fyrir aftan þær. Er þeim ætlað að fæla Rússa frá frekari árásum á Úkraínu. Úkraínskar hersveitir verða áfram fyrsta varnarlínan en síðan taka hersveitir Evrópuríkjanna við.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 að ekki sé útilokað að hersveitir frá ríkjum utan Evrópu verði einnig sendar til Úkraínu. Bæði Kanada og Ástralía hafa sagst opin fyrir hugmyndinni um að ríkin sendi hersveitir til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum