Í tilkynningu sem barst frá Bláa lónin upp úr klukkan 07:30 kom fram að búið væri að rýma öllu athafnasvæði fyrirtækisins.
„Rýmingin gekk vel og eru gestir komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima. Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf.“
Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi verða lokaðar fram eftir degi. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á daginn.