Það eru ansi margir dagar síðan síðustu samningalotu Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu um vopnahlé lauk. Enn er óljóst hvort samið var um vopnahlé hvað varðar árásir á orkuinnviði og á Svartahafi. Líklegt má teljast að svo sé ekki. Öll þrjú löndin hafa sagt og skrifað mismunandi um þetta. Ef samið var um þetta, þá hafa Rússar nú þegar brotið gegn þeim samningi.
Þetta kemur fram í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið. Segir blaðið að fram að þessu passi þetta allt saman inn í það sem hefur verið kallað „samningaleikhús“ Rússa. Þetta er svolítið sem þeir hafa fullkomnað á síðustu áratugum og nú er Donald Trump meðal leikenda.
Sænskur sérfræðingur vakti athygli á þessu „samningaleikhúsi“ síðasta haust, áður en Trump tók við völdum.
Hinir fyrir fram ákveðnu frestir í áætlun Rússa gera að verkum að Trump passar vel inn í áætlunina frá og með kafla tvö.
„Þeir vita að það er þrýst á hann, því hann hefur sett þrýsting á sjálfan sig. Þeir vita líka að þekking þeirra er meiri en þekking Bandaríkjamanna. Sjáið bara til dæmis þessi hörmulegu ummæli þar sem háttsettir embættismenn gátu ekki nefnt héruðin fjögur, sem Rússar hafa innlimað,“ sagði Cornelius Friesendorf í samtali við Jótlandspóstinn. Hann er aðalsérfræðingur hjá Friðarrannsóknar og öryggispólitísku stofnuninni í Hamborg í Þýskalandi.
Hann vísaði til þess að aðalsamningamaður Trump, Steve Witkoff, gat ekki nefnt héruðin fjögur, sem eru Zaporizjzja, Kherson, Luhansk og Donetsk, en Rússar gera kröfu til þeirra auk Krímskaga.
Charlotta Rohde, aðstoðarforstjóri Stockholm Centre for Eastern European Studies, lýsti „samningaleikhúsi“ Rússa svona:
Margir hafa bent á að Rússar dragi núverandi samningaviðræður vísvitandi á langinn. Að Pútín hafi ekki í hyggju að semja um eitt né neitt.