fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 03:16

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump virðist nú ramba á barmi þess að trúa að Rússar notfæri sé bara vopnahléssamningaviðræðurnar til að tefja tímann. Margir hafa sagt honum þetta en spurningin er hverju hann trúir, því hann telur sig alltaf vita allt best.

Það eru ansi margir dagar síðan síðustu samningalotu Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu um vopnahlé lauk. Enn er óljóst hvort samið var um vopnahlé hvað varðar árásir á orkuinnviði og á Svartahafi. Líklegt má teljast að svo sé ekki. Öll þrjú löndin hafa sagt og skrifað mismunandi um þetta. Ef samið var um þetta, þá hafa Rússar nú þegar brotið gegn þeim samningi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið. Segir blaðið að fram að þessu passi þetta allt saman inn í það sem hefur verið kallað „samningaleikhús“ Rússa. Þetta er svolítið sem þeir hafa fullkomnað á síðustu áratugum og nú er Donald Trump meðal leikenda.

Sænskur sérfræðingur vakti athygli á þessu „samningaleikhúsi“ síðasta haust, áður en Trump tók við völdum.

Hinir fyrir fram ákveðnu frestir í áætlun Rússa gera að verkum að Trump passar vel inn í áætlunina frá og með kafla tvö.

„Þeir vita að það er þrýst á hann, því hann hefur sett þrýsting á sjálfan sig. Þeir vita líka að þekking þeirra er meiri en þekking Bandaríkjamanna. Sjáið bara til dæmis þessi hörmulegu ummæli þar sem háttsettir embættismenn gátu ekki nefnt héruðin fjögur, sem Rússar hafa innlimað,“ sagði Cornelius Friesendorf í samtali við Jótlandspóstinn. Hann er aðalsérfræðingur hjá Friðarrannsóknar og öryggispólitísku stofnuninni í Hamborg í Þýskalandi.

Hann vísaði til þess að aðalsamningamaður Trump, Steve Witkoff, gat ekki nefnt héruðin fjögur, sem eru Zaporizjzja, Kherson, Luhansk og Donetsk, en Rússar gera kröfu til þeirra auk Krímskaga.

Charlotta Rohde, aðstoðarforstjóri Stockholm Centre for Eastern European Studies, lýsti „samningaleikhúsi“ Rússa svona:

  1. Búðu til vandamál.
  2. Komdu alþjóðasamfélaginu í stöðu, þar sem því finnst það tilneytt til að vinna að „lausn“ á vandamálinu (oft vegna mannúðarmála eða víðfeðmari áhyggna).
  3. Sjáðu til þess að Rússland sé hluti af þessari „lausn“ en sé ekki gert ábyrgt.
  4. Skapaðu þá trú á Vesturlöndum að þátttaka Rússa í „lausninni“ sé eftirgjöf af hálfu Kreml. Þrátt fyrir að aðgerðir Rússa séu í raun brot á henni.
  5. Dragðu ferlið á langinn, þar til ferlið verður sjálft að aðalefninu en umræður um hinn undirliggjandi vanda verða taldar merki um pirring. Það grefur á áhrifaríkan hátt undan möguleikanum á að draga Rússland til ábyrgðar.

Margir hafa bent á að Rússar dragi núverandi samningaviðræður vísvitandi á langinn. Að Pútín hafi ekki í hyggju að semja um eitt né neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar