fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 10:44

Thomas Christiansen, framkvæmdastjóri hjá Optoma Scandinavia, sagði frá nýjum gagnvirkum lausnum fyrir kennslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á gagnvirkum snertiskjám til kennslu mun vaxa um 7,2% árlega fram til ársins 2030. Slíkur vöxtur er knúinn áfram að samþættingu stafrænna lausna í kennslustofum, að því er fram kom á ráðstefnu um gagnvirkar kennslulausnir frá Optoma, sem haldin var hjá tæknifyrirtækinu OK í liðinni viku.

Á viðburðinum sagði Thomas Christiansen, framkvæmdastjóri hjá Optoma Scandinavia, frá nýjum gagnvirkum lausnum fyrir kennslu. Þá sagði Ben Brown, Optoma UK, um hvernig tæknilausnir hafa nýst sem best í kennslustofum í Bretlandi.

Thomas Christiansen, framkvæmdastjóri hjá Optoma Scandinavia, sagði frá nýjum gagnvirkum lausnum fyrir kennslu.

Optoma Education hefur um árabil unnið náið með kennurum í þróun á notendavænum lausnum til þess að umbreyta kennslustarfi í takt við nýja tíma og -þarfir nemenda. Markmið Optoma er að veita kennurum þau verkfæri sem þeir þurfa til að hvetja, virkja og aðlaga nám að nemendum og gera hverja kennslustund áhrifaríka og meira spennandi,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður notendalausna hjá OK.

Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður notendalausna hjá OK, hélt erindi.

Að lokinni kynningu gátu fundargestir prófað og kynnt sér betur lausnir frá Optoma Education.

Gestir fylgdust vel með.
Góð mæting var á viðburðinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina