fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið í Sundhnúksgígaröðinni, en eldgosið er sýnilegt í vefmyndavél RÚV sem sýnir frá Þorbirni.

Í tilkynningu Veðurstofu Íslands segir:

„Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni norðan við Grindavík. Það sést á vefmyndavélum og virðist vera staðsett SA við Þorbjörn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verða aðgengilegar fljótlega. Fluglitakóði hefur verið færður á rautt, þangað til nánari upplýsingar um öskudreifingu berast.“

Sprungan myndaðist nærri varnargörðunum við Grindavík en hélt svo áfram að lengjast og er nú komin í gegnum varnargarðinn norðan Grindavíkur. Veðurstofan segir að lengd kvikugangsins undir Sundhnúksgígaröðinni, sem þegar hefur myndast, sé um 11 km sem er það lengsta sem hefur mælst síðan 11. nóvember 2023. Miðað við vindátt núna mun gasmengun frá eldgosinu berast í norðaustur í átt að höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært: 10:04 – Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin í loftið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Í gær

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Í gær

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol