Kvikuhlaup stendur nú yfir á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga en eldgos lætur bíða eftir sér. Á Facebook-síðu Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands er þó minnt á að í þeirri hrinu sem hefur dunið yfir síðustu misseri hafi í sumum tilfellum verið enn lengri bið frá upphafi kvikuhlaups til upphags eldgoss en þegar hefur orðið í dag.
Í færslunni segir að mikil skjálftavirkni sé áfram á báðum endum kvikugangsins. Nokkrir skjálftar í kringum 3 að stærð hafi mælst síðan klukkan 8.30 vestarlega í Grindavíkurbæ og skammst vestan bæjarins.
Innskotið þyki í stærra lagi miðað við síðustu atburði, en sé þó í samræmi við það sem sást í undanförum eldgosana í desember 2023 og janúar 2024. Töluverð gliðnun fylgi innskotinu á breiðu belti.
Einnig er tekið fram að nú sé komnar þrjár klukkustundir frá því að hrinan hófst. Bið eftir eldgosi hafi mest verið um 350 mínútur frá upphafi hrinu til eldgoss – það hafi verið í janúar 2024.