fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 09:38

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikuhlaup stendur nú yfir á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga en eldgos lætur bíða eftir sér. Á Facebook-síðu Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands er þó minnt á að í þeirri hrinu sem hefur dunið yfir síðustu misseri hafi í sumum tilfellum verið enn lengri bið frá upphafi kvikuhlaups til upphags eldgoss en þegar hefur orðið í dag.

Í færslunni segir að mikil skjálftavirkni sé áfram á báðum endum kvikugangsins. Nokkrir skjálftar í kringum 3 að stærð hafi mælst síðan klukkan 8.30 vestarlega í Grindavíkurbæ og skammst vestan bæjarins.

Innskotið þyki í stærra lagi miðað við síðustu atburði, en sé þó í samræmi við það sem sást í undanförum eldgosana í desember 2023 og janúar 2024. Töluverð gliðnun fylgi innskotinu á breiðu belti.

Einnig er tekið fram að nú sé komnar þrjár klukkustundir frá því að hrinan hófst. Bið eftir eldgosi hafi mest verið um 350 mínútur frá upphafi hrinu til eldgoss – það hafi verið í janúar 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Í gær

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Í gær

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol