fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 20:30

Manninum var fyrirvaralaust sagt upp eftir trúnaðarbrest. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem blikksmiðjunni Stjörnublikk var gert að greiða fyrrverandi sölustjóra milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Stjörnublikk hefði sannað á hann þjófnað og því hefði uppsögnin verið réttmæt.

Sagt fyrirvaralaust upp

Þann 16. janúar árið 2024 dæmdi Héraðsdómur Reykjaness fyrirtækið Stjörnublikk til að greiða fyrrverandi sölustjóra rúmlega 3,8 milljón krónur í vangoldin laun sem og 1,3 milljónir króna í málskostnað. Dómstóllinn féllst hins vegar ekki á miskabótakröfu upp á 1 milljón króna á hendur fyrirtækinu.

Sölustjóranum var sagt upp eftir að hann var sakaður um að skara eld að eigin köku í gerningum tengdum viðskiptavinum fyrirtækisins. Það er að hann var sakaður um að gefa út falsaðan reikning og afhenda vörur án þess að krefjast greiðslu fyrir hönd Stjörnublikks.

Héraðsdómur taldi Stjörnublikk ekki hafa fært nægar sönnur á að fyrirtækinu hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningnum fyrirvaralaust. Hafi hann því átt rétt á launum á uppsagnarfresti auk orlofs.

Mikill viðsnúningur

Þessu sneri Landsréttur við í dómi sem féll í dag, mánudaginn 31. mars. Auk þess að vísa miskabótakröfu sölustjórans frá þá var Stjörnublikk sýknað af kröfu um vangoldin laun og sölustjóranum fyrrverandi gert að greiða fyrirtækinu málskostnað upp á 1,7 milljónir króna.

Sjá einnig:

Í stríði við Stjörnublikk – Meintur þjófur fær greiddan uppsagnarfrest

„Samkvæmt framangreindu er um að ræða tvö tilvik í starfsemi áfrýjanda þar sem fyrir liggur að vara hefur verið pöntuð hjá fyrirtækinu, hún framleidd og afhent án þess að þau viðskipti væru færð til bókar í bókhaldskerfi fyrirtækisins og án þess að greiðslur fyrir vörurnar bærust áfrýjanda,“ segir í dómi Landsréttar.

Tvö tilvik

Í öðru tilvikinu hafi sölustjórinn tekið við pöntun og tekið við greiðslu í reiðufé. Þessu reiðufé hafi hins vegar ekki verið skilað til Stjörnublikks.

Í hinu tilvikinu hafi sölustjórinn látið viðskiptavini í té svokallaðan pro forma reikning sem hefur ekki fundist í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins hafi vitnað um að það viðgengist ekki að gefa út slíka reikninga.

„Með hliðsjón af því sem að framan hefur verið rakið þykir áfrýjandi hafa axlað sönnunarbyrði í  málinu og sýnt fram á að stefndi hafi í starfi sem sölustjóri hjá áfrýjanda brotið gróflega og með alvarlegum hætti gegn starfs-og trúnaðarskyldum sínum gagnvart áfrýjanda þannig að réttlætt    hafi fyrirvaralausa riftun á ráðningarsamningi hans,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til