fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 07:30

Úkraínskir hermenn í Kursk búnir að taka rússneska fánann niður. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta útgáfa Donald Trump af samningnum um yfirráð Bandaríkjanna yfir úkraínskum náttúruauðlindum, neyðir Úkraínumenn til að velja á milli þess að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda.

Þetta segir Sam Kiley, ritstjóri erlendra frétta hjá The Indepenendt, í grein sem birtist í The Independent fyrir helgi.

Hann segir að samningurinn sem Trump bauð Úkraínu í skiptum fyrir áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna, án nokkurra öryggistrygginga, neyði Úkraínumenn til að velja á milli þess að verða bandarísk efnahagsnýlenda eða hernumin af Rússum.

Í nýjustu útgáfu samningsins er gengið enn lengra en áður í að reyna að láta Úkraínumenn samþykkja að greiða Bandaríkjunum fyrir stuðning þeirra í stríðinu og fjögur prósent að auki. Þess utan er þess einnig krafist að Bandaríkin, samkvæmt lögum í Delaware, fái yfirráð yfir megninu af iðnaðarframleiðslu Úkraínu og stórum hluta flutninga- og fjarskiptakerfa landsins.

Segir Kiley að þetta sé ekkert annað en kúgun í mafíustíl frá fyrrum vinum Úkraínu í Washington DC og sé hún studd, fyrir slysni eða af yfirlögðu ráði, af þrjótum í Kreml.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel