Þetta segir Sam Kiley, ritstjóri erlendra frétta hjá The Indepenendt, í grein sem birtist í The Independent fyrir helgi.
Hann segir að samningurinn sem Trump bauð Úkraínu í skiptum fyrir áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna, án nokkurra öryggistrygginga, neyði Úkraínumenn til að velja á milli þess að verða bandarísk efnahagsnýlenda eða hernumin af Rússum.
Í nýjustu útgáfu samningsins er gengið enn lengra en áður í að reyna að láta Úkraínumenn samþykkja að greiða Bandaríkjunum fyrir stuðning þeirra í stríðinu og fjögur prósent að auki. Þess utan er þess einnig krafist að Bandaríkin, samkvæmt lögum í Delaware, fái yfirráð yfir megninu af iðnaðarframleiðslu Úkraínu og stórum hluta flutninga- og fjarskiptakerfa landsins.
Segir Kiley að þetta sé ekkert annað en kúgun í mafíustíl frá fyrrum vinum Úkraínu í Washington DC og sé hún studd, fyrir slysni eða af yfirlögðu ráði, af þrjótum í Kreml.