Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að kviknað hafi í vinnuskúr á svæðinu. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir og gekk vel, að því er fram kemur á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja.
Í tilkynningunni kemur fram að við slökkvistarfið hafi verið notaðir um 2000 lítrar af vatni og 10 lítrar af svokallaðri One/Seven froðu.