fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er látinn eftir að grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 13 í dag. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum, einn lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá í færslu á Facebook. Áður hafði lögregla greint frá því að Suðurlandsvegi hefði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Vegurinn er enn lokaður og er engin hjáleið fram hjá slysstað. Ráðgert er að opna veginn fljótlega.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag var ökumaður bifreiðarinnar enn þá klemmdur fastur inni í henni, en ökumaðurinn, kona, var úrskurðuð látin á vettvangi. Rannsókn á slysinu er nú í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Í gær

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Í gær

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar