fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er látinn eftir að grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 13 í dag. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum, einn lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá í færslu á Facebook. Áður hafði lögregla greint frá því að Suðurlandsvegi hefði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Vegurinn er enn lokaður og er engin hjáleið fram hjá slysstað. Ráðgert er að opna veginn fljótlega.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag var ökumaður bifreiðarinnar enn þá klemmdur fastur inni í henni, en ökumaðurinn, kona, var úrskurðuð látin á vettvangi. Rannsókn á slysinu er nú í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel