fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. mars 2025 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rosalega leiðinlegt,“ segir forsvarsmaður þvottahússins Wash Laundromat við Grettisgötu 3. Brást hann við fyrirspurn og frétt DV um vægast sagt óþægilega uppákomu sem viðskiptavinur þvottahússins, maður á sjötugsaldri, lenti í á sunnudag. Ógnandi Rúmener hröktu hann út af staðnum, annar þeirra elti hann upp Skólavörðustíg og sparkaði í hann.

Sjá einnig: Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Rúmeninn taldi íslenska viðskiptavininn hafa verið að gera athugsemd um sig og brást reiður við. „Hann varð mjög reiður og sagði: Þú talar ekki um mig, eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekkert að tala um þig, svaraði ég og gekk út með símann í höndunum. Hann stökk á fætur og elti mig út. Ég svona hálfhljóp undan honum upp Skólavörðustíginn. Mér var í mun að ástandið færi ekki að stigmagnast upp í einhver slagsmál og vildi frekar forða mér en að lenda í slíku. Ekki síst af því maður hefur lesið margar fréttir um hnífaburð í miðborginni. Þetta var svona rifrildi út af engu sem hefði getað endað illa ef ég hefði ekki gætt mín. Ég reyndi að vera sem rólegastur en hann kallaði: No Police! No Police!“

Óttaðist Rúmeninn greinilega að lögregla kæmi á vettvang. Viðmælandinn segir síðan að maðurinn hafi sparkað í sig, nokkuð fast. „Það kom mér á óvart, sannast sagna,“ segir hann. „Þarna var krökkt af túristum og kínverskir ferðamenn þarna rétt hjá sem horfðu agndofa á þessi ósköp.“

Hafa skoðað atvikið í öryggismyndavél

Forsvarsmaður Wash segir að hann og samstarfsmenn hafi skoðað atvikið í öryggismyndavél. Hann kannist vel við Rúmenann sem hafi þarna verið að verki. Sá leggi reyndar ekki í vana sinn að leggjast til svefns á staðnum eins og gerðist þarna og greint var frá í fyrri frétt DV um málið.

Forsvarsmaðurinn viðurkennir að staðurinn sé nokkuð útsettur fyrir misnotkun af þessu tagi. „Það er sjálfsafgreiðsla og enginn á staðnum og við horfum ekki stöðugt á myndavélarnar. Það er bara rosalega leiðinlegt að þetta hafi gerst. Þessi Rúmenar, eða sígaunar, ég veit ekki hvað ég á að kalla þá, þetta kemur í bylgjum, þetta er vandamál í tvær til þrjár vikur í einu, svo hverfa þeir í nokkra mánuði. Þetta er nýlega byrjað aftur, kannski fyrir svona tveimur vikum. Ég bið þá alltaf um að fara burtu þegar ég tek eftir þessu.“

Hann segir að á staðnum sé svokallaður ring-hnappur sem viðskiptavinir geti ýtt á ef eitthvað fer úrskeiðis og sú hringing berst í síma starfsfólks. Einnig sé góð lýsing á staðnum.

Hann segiri að sá maður sem lét svo dólgslega á staðnum á sunnudag sé stundum að spila á harmonikku á almannafæri. „En það er eitthvað meira held ég, án þess að vita það fyrir víst. Maður hefur verið að heyra mikinn orðróm um vasaþjófnað á meðal Rúmena í Reykjavík og ég held að þessir menn séu hluti af þeim hópi.“

„En númer eitt, tvö og þrjú þá er það afskaplega leiðinlegt ef það gerist að fólki líði ekki vel þarna inni. Við ætlum að reyna að bæta okkur og finna leiðir til að fylgjast betur með þessu. Þetta er hvimleitt,“ segir forsvarsmaðurinn,  sem vill reyna að sjá til þess að fólk upplifi sig öruggt þegar það nýtir sér þjónustu fyrirtækisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“