fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður fyrirtækis í Fellsmúla í Reykjavík vekur athygli á alvarlegu ástandi sem skapast hefur á bílastæði í götunni vegna hegðunar sendla sem starfa fyrir fyrirtækið Wolt. Segir starfsmaðurinn ástandið, sem er ítrekað, valda starfsfólki og viðskiptavinum fyrirtækja á svæðinu valda miklum óþægindum og ótta meðal fólks. Upplýsingafulltrúi Wolt harmar málið.

„Ég vil vekja athygli á alvarlegu ástandi sem hefur skapast við Fellsmúla vegna hegðunar Wolt-sendlara. Á hverjum degi safnast þar saman hópar af sendlum sem valda miklum óþægindum og ótta meðal fólks sem vinnur á svæðinu. Þeir keyra í sífellu á miklum hraða í hringi um bílastæðið og „spóla“, setja rusl og matarumbúðir út um allt og öskra ógnandi orð að vegfarendum og starfsfólki. Einnig leggja þeir alltaf í bláu stæðin sem er ætlað fötluðum og hafa starfsmenn í húsinu þurft að fara út og biðja þá um að færa sig um miðjan dag.

Því miður hafa einnig átt sér stað rifrildi og slagsmál fyrir utan svæðið, sérstaklega á kvöldin.“

Starfsmaðurinn vill ekki láta nafns síns getið af ótta við mennina. Segir hann að ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur ítrekuð dagleg atvik.

„Þetta hefur skapað mikla vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem þurfa að mæta daglega til vinnu,“ segir starfsmaðurinn. Segir hann að þrátt fyrir að kvartað hafi verið til Wolt vegna málsins hafi fyrirtækið ekki brugðist við og „virðist ekki ætla að axla neina ábyrgð á hegðun sendlanna sem starfa í nafni fyrirtækisins.“

Um er að ræða bílastæðið við Fellsmúla 26, þar sem fjöldi fyrirtækja eru staðsett. Mynd: ja.is.

Á meðfylgjandi mynd má sjá einn af sendlunum draga niður um sig buxurnar og bera rassinn framan í starfsmenn í Fellsmúla. Segir starfsmaðurinn að þessa hegðun hafi sendlarnir sýnt af sér margoft.

Mynd: Aðsend.

Harmar málið og bendir einstaklingum á að tilkynna alla slíka hegðun til lögreglu

DV sendi skriflega fyrirspurn til upplýsingafulltrúa Wolt, Christian Kamhaug, sem svaraði skriflega á ensku. Neðst í greininni má sjá fullt svar Kamhaug.

„Þetta er ekki háttsemi sem sendlar okkar eiga að sýna. Fyrir hönd Wolt vil ég biðja afsökunar á þessu,“ segir Kamhaug. Segist hann ekki hafa allar upplýsingar og hafi haft samband við þjónustuver Wolt til að afla frekari upplýsinga. Hvetur hann einstaklinga sem verða fyrir ónæði af völdum sendla á vegum fyrirtækisins til að tilkynna málin til lögreglu:

„Ef almenningur verður var við ólöglega hegðun eða umferðarlagabrot, hvetjum við fólk til að tilkynna það til lögreglu. Slík brot geta falið í sér samningsbrot sem getur leitt til þess að samningi sendilsins við Wolt verði rift. Sá aðili mun þá ekki lengur hafa leyfi til að sinna heimsendingum fyrir Wolt.

Sú hegðun sem þú lýsir er algjörlega óásættanleg og við munum sjálfsagt taka þetta alvarlega og grípa til viðeigandi aðgerða gagnvart þeim sendlum sem um ræðir. 

Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi Wolt.

Hér fyrir neðan má sjá fullt svar Kamhaug sem og þýðingu á íslensku:

„Thanks for reaching out. 

I don’t have all the details here, but let me say that this is not the way our couriers should behave. On behalf of Wolt I would like to aplogize for this. 

All our couriers should behave according to rules and regulations. If the public observes illegal behavior and traffic violations, we encourage people to report this to the police. Violations like these can constitute a breach of contract, which can lead to the cancellation of the courier partner’s contract. Thus they will not be allowed to do deliveries for Wolt. 

This behavior that you describe is totally unacceptable and we will naturally take this seriously and will take appropriate action againts these courier partners. However, to be able to investigate further we would need more details about time and place of these incidents. If you could forward the picture that would also be helpful in our investigation into this matter. 

I have reached out to my colleagues in Support to get more information about how previous reports have been handled. As it’s the weekend this might take some time.“

„Takk fyrir að hafa samband.

Ég hef ekki allar upplýsingar í þessu máli, en vil taka fram að þetta er ekki háttsemi sem sendlar okkar eiga að sýna. Fyrir hönd Wolt vil ég biðja afsökunar á þessu.

Allir sendlar okkar eiga að fylgja reglum og lögum. Ef almenningur verður var við ólöglega hegðun eða umferðarlagabrot, hvetjum við fólk til að tilkynna það til lögreglu. Slík brot geta falið í sér samningsbrot sem getur leitt til þess að samningi sendilsins við Wolt verði rift. Sá aðili mun þá ekki lengur hafa leyfi til að sinna heimsendingum fyrir Wolt.

Sú hegðun sem þú lýsir er algjörlega óásættanleg og við munum sjálfsagt taka þetta alvarlega og grípa til viðeigandi aðgerða gagnvart þeim sendlum sem um ræðir. Hins vegar þurfum við frekari upplýsingar um tíma og stað atvika til að geta rannsakað málið nánar. Ef þú gætir sent myndina áfram væri það einnig gagnlegt fyrir rannsókn okkar á málinu.

Ég hef haft samband við samstarfsfólk mitt í þjónustuverinu til að fá upplýsingar um hvernig fyrri tilkynningum hefur verið sinnt. Þar sem nú er helgi gæti það tekið smá tíma.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi
Fréttir
Í gær

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi