Ekkert lát virðist vera á því að pinber X-síða Hvíta Hússins valdi hneykslun og í hverri viku bætast furðulegar færslur við.
Í vikunni tísti Hvíta húsið til að mynda óskýru 13 sekúndna myndbandi frá sprengjuárás í Sómalíu þar sem fullyrt var að hryðjuverkamenn hefðu verið felldir. Með myndbandinu fylgdu skilaboðin: „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“, sem hljómar eins og frasi úr fjöldaframleiddri Hollywood-mynd.
Simply put: WE WILL FIND YOU—AND WE WILL KILL YOU. https://t.co/RzlUVlF7Yc
— The White House (@WhiteHouse) March 26, 2025
Degi síðar birtist svo færsla þar sem búið var að útbúa teiknimynd til að hæðast að nafngreindri konu frá Dóminíska lýðveldinu sem sögð er hafa verið handtekin vegna sölu á fentanýl í Bandaríkjunum. Hafi konunni þegar verið vísað úr landi en henni tekist á einhvern óútskýrðan hátt að komast aftur til Bandaríkjanna.
https://t.co/PVdINmsHXs pic.twitter.com/Bw5YUCI2xL
— The White House (@WhiteHouse) March 27, 2025
Skilaboðin hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlunum eru fjölmargir hneykslaðir á því að opinber heimasíða Hvíta hússins sé farin að senda frá sér skilaboð með lélegum kvikmyndafrösum og grínmyndum.