fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. mars 2025 13:35

Kolbrún Bergþórsdóttir húðskammar Sjálfstæðismenn í Morgunblaðinu í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrum ritstjóri, lætur Sjálfstæðismenn heyra það í pistli í Morgunblaðinu í dag. Fjallar hún þar um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barna­málaráðherra, og segir hún meðal annars að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður flokksins, sé nálægt því að gjaldfella sjálfa sig með hegðun sinni í ræðustól Alþingis. Verður að teljast sjaldgæft að Sjálfstæðismenn fái slíkar skammir frá Hádegismóum.

Kolbrún segir í pistlinum að meðferðin á Ásthildi Lóu hafi verið ljót og andstyggileg og að ljóst væri að almenningur hefði ríka samúð með henni. Að mati Kolbrúnar hafi fréttaflutningur RÚV í málinu ekki verið í lagi og ljóst sé að þessi mikilvægi fjölmiðill þurfi að fara í naflaskoðun.

Hildur á barmi þess að gjaldfella sjálfa sig

Víkur hún síðan sögunni að framgöngu Sjálfstæðisflokksins:

„Hinn ágæti og kraft­mikli for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Kristrún Frosta­dótt­ir, sagði ný­lega á Alþingi að ekki ætti að gera málið póli­tískt. Þar var hún að reyna að segja stjórn­ar­and­stöðunni til. Eins og bú­ast mátti við var það vita von­laust. Nú­ver­andi stjórn­ar­andstaða er í log­andi sár­um eft­ir úr­slit síðustu alþing­is­kosn­inga og er ekki í neinu standi til að hlusta á for­sæt­is­ráðherra.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ákveðið að gera þetta mál að póli­tísku máli. Það skal djöfl­ast í for­sæt­is­ráðherra eins og hægt er og saka Kristrúnu Frosta­dótt­ur um ill­ar hvat­ir. Flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, hef­ur kom­ist ná­lægt því að gjald­fella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþing­is og farið þar með sömu fá­rán­legu ásak­an­irn­ar um meint trúnaðar­brot og lyg­ar for­sæt­is­ráðherra.

Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé. Þjóðin hafnaði flokkn­um ræki­lega í síðustu kosn­ing­um og sitt­hvað hefðu sjálf­stæðis­menn átt að læra af því. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa hjalað um það í all­nokk­urn tíma að breikka þurfi flokk­inn og koma stefnu­mál­um vel til skila svo að þjóðin fá­ist til að kjósa flokk­inn. Nú virðist eng­inn hafa tíma til að sinna þess­um brýnu verk­efn­um því það er talið svo ofur nauðsyn­legt að gala á for­sæt­is­ráðherr­ann.

„Svona mafíósa-tal gagn­ast eng­um“

Skilj­an­legt er að sjálf­stæðis­menn séu súr­ir og sár­ir yfir því að hafa misst völd­in eft­ir að hafa nán­ast getað gengið að þeim í lang­an tíma. Svekk­elsið birt­ist hins veg­ar á svo ofsa­feng­inn hátt að helst minn­ir á taum­lausa valdafíkn ein­stak­linga sem telja sig eiga skil­yrðis­laus­an rétt á völd­um. Svo koma hót­an­ir, eins og frá Jóni Gunn­ars­syni þing­manni flokks­ins til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: „Við vit­um að það eru fleiri beina­grind­ur í skott­inu hjá ykk­ur og einn dag­inn munuð þið þurfa að reyna að jarða þær líka.“

Svona mafíósa-tal gagn­ast eng­um. All­ir drösl­ast með gaml­ar synd­ir og mis­tök. Líka sjálf­stæðis­menn. Við get­um auðveld­lega skapað sam­fé­lag þar sem tíðkast að grafa upp göm­ul mis­tök ein­stak­linga eða eitt­hvað sem gerðist og vakti enga at­hygli á sín­um tíma en púrítönsk­um nú­tíma þykir sér­lega ámæl­is­vert. Það yrði nú al­deil­is gó­sentíð fyr­ir þá hneyksl­un­ar­gjörnu og ref­siglöðu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er á svo vondri leið að hann er ná­lægt því að gera sjálf­an sig óstjórn­tæk­an. Í stað þess að horfa á mál­efni sem gagn­ast gætu þess­ari þjóð er djöfl­ast í póli­tísk­um and­stæðing­um. Vegna reynslu­leys­is ligg­ur Flokk­ur fólks­ins vel við höggi. Mun erfiðara er að eiga við Sam­fylk­ing­una en það skal sann­ar­lega reynt í von um að eitt­hvað gefi þar eft­ir,“ skrifar Kolbrún og bætir við að hún vonist til þess að flokkurinn láti af þessari slæmu pólitík annars eigi flokkurinn ekkert betra skilið en langa dvöl í stjórnarandstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi