Óttast er að mjög margir hafi farist í skjálftanum sem fannst víða, bæði í Mjanmar og í Taílandi, til dæmis í Bangkok, þar sem háhýsi sem er í byggingu hrundi til grunna.
Maðurinn segir við BBC að hann hafi lagt sig á heimili sínu og vaknað þegar allt fór að leika á reiðiskjálfi. „Ég fékk skilaboð frá vinum og vandamönnum og áttaði mig á því að skjálftinn hefði fundist mjög víða, ekki bara í Yangon.“
Talið er að 43 verkamenn sem unnu að smíði háhýsisins í Bangkok hafi grafist undir rústunum. Í Mjanmar var neyðarástandi lýst yfir í sex héruðum og segir í frétt Mail Online að óttast sé að þúsundir hafi látist.
Hafa yfirvöld í Mjanmar óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu sem þykir vera til marks um þá alvarlegu stöðu sem er uppi.
Skjálftinn var 7,7 að stærð og voru upptök hans nærri borginni Mandalay, sem er sú næstfjölmennasta í Mjanmar. Annar skjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir 12 mínútum síðar.
„Ég hef aldrei séð annað eins. Við erum að reyna að ná utan um stöðina, ég er uppgefinn,“ segir læknir í höfuðborg landsins, Naypyidaw, í samtali við AFP-fréttaveituna.
Ian Main, prófessor í jarðskjálftafræði við Jarðvísindadeild Háskólans í Edinborg, segir í viðtali við Mail Online að útlitið sé mjög svart. Óttast hann að allt frá 10 þúsund til 100 þúsund hafi farist miðað við þær myndir sem hann hefur séð og þann fjölda sem býr nærri upptökum skjálftans.
Earthquake sum up 3pm (Mynamar/Thailand)
– 7.7 quake hit near Mandalay/Myanmar
– Hundreds of homes collapsed (various Myanmar cities)
– Strong shocks in Thailand + multiple building collapse in Bangkok
– USGS predicts thousands of people dead(Bangkok clips from social media:) pic.twitter.com/kJodTn6BIg
— Florian Witulski (@vaitor) March 28, 2025
7.7 magnitude earthquake hits Southeast Asia, mainly impacting Myanmar and Thailand.
— Pop Base (@PopBase) March 28, 2025
Rooftop infinity pool turns into a waterfall during the Bangkok earthquake (shot by my realtor) pic.twitter.com/Li5A5ONCdb
— Legal Mindset (@TheLegalMindset) March 28, 2025