Lögregla var við hraðamælingar þar fyrr í vikunni, á móts við íþróttasvæði Leiknis, var brothlutfallið 58%, en leyfður hámarkshraði í Austurbergi er 30. Þá var meðalhraði hinna brotlegu 47 km/klst þegar 92 af 160 ökumönnum voru staðnir að hraðakstri.
Sá sem hraðast ók mældist á 72, en viðkomandi á yfir höfði sér 90 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Einn til viðbótar ók litlu hægar, eða á 67, og bíður einnig sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði.
„Þess má enn fremur geta að við hraðamælingar í Austurbergi síðastliðið haust var brotahlutfallið líka 58%, sem telst mjög hátt. Þá var sömuleiðis einn sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs. Við Austurberg er mikið um gangandi og hjólandi vegfarendur enda er bæði grunnskóli og fjölbrautaskóli við götuna, auk íþróttahúss og sundlaugar,“ segir lögregla og bætir við að lokum:
„Lögreglan minnir ökumenn á að fara varlega, sýna tillitssemi og virða hámarkshraða. Það á alltaf við, en hraðakstur á sér stað, því miður, alls staður í umdæminu árið um kring og því þarf að breyta.“