fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. mars 2025 20:30

Mynd: Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir manndráp en fékk reynslulausn þegar hann átti eftir 1450 daga óafplánaða af refsingunni, hefur rofið skilyrði reynslulausnar og þarf að sitja af sér eftirstöðvar refsingarinnar.

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um þetta.

Athygli vekur að maðurinn hafi fengið reynslulausn svo snemma en hann átti eftir að afplána fjögur af sex árum dómsins.

Maðurinn var fyrr á árinu handtekinn í þágu rannsóknar lögreglu á smygli á tæpu kílói af maríhúana. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindi annar maður frá því að hinn kærði hefði beðið hann um að taka við fíkniefnasendingunni og hafi ætlað að greiða honum fyrir verkið. Lagði sá maður fram gögn um skrifleg samskipti þeirra þar sem kærði upplýsti sendilinn um sendingarnúmer á póstsendingunni.

Það er almennt skilyrði reynslulausnar að menn gerist ekki sekir um nýtt brot á reynslutíma. Grunur um sekt mannsins er nægilega sterkur til að bæði héraðsdómur og Landsréttur telja að hann hafi rofið skilyrði reynslulausnar og þarf hann því að sitja af sér dóminn fyrir manndrápið.

Úrskurðina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku